Já nú er það svart!

Nú hef ég nóg til að tuða og væla yfir! ...meira en vanalega meira að segja.

Um þessar mundir er verið að gera við klósettið hjá mér, en sú viðgerð er komin á þriðja dag, meðan er ekki hægt að gera þarfir sínar hér né þrífast, þannig að ég er búinn að liggja sveittur í mínum eigin saur. Svo í þokkabót var vatnið tekið af í dag vegna viðgerðarinnar sem hefði ekki þurft ef sambýlisíbúðin fyrir ofan mig hefði leyft að taka vatnið klósettinu hjá sér, en þar sem þetta lið er mikið þroskaheft (í alvöru er ekki að gera grín) þá skildi það ekki hvað var verið að biðja um þannig taka þurfti vatnið af allri blokkinni, hehe.

Svo er ég líka fárveikur og væri til í að hita mér te, en get það ekki vegna vatnsleysis, svo er ég búinn að tína öðrum inniskónum mínum og skemma ryksuguna.

Til að toppa þetta allt, þá var brotist inn í geymsluna í sameigninni fyrir skömmu og hjólum okkar Gumma stolið, (nota bene, þá eru tvö ólæst hjól alltaf fyrir utan húsið sem voru látin í friði). Tryggingarnar segja að sjálfsábyrgðin sé 20 þús kall sem er líklega samanlegt verðmæti hjólana, þó svo að Gumma hjól sem hann er með í láni frá Jóhönnu siss hafi kostað 40 þús fyrir 13 árum, en þetta er allt saman í vinnslu.

Annars segi ég bara allt fínt W00t (þessi kall á að þíða að ég sé crazy)


Allt í lagi ...

... að vara við busavígslum, en alls ekki fella þær niður, bara gaman að bregða á smá sprell og um leið kynnast busarnir eldri nemum skólans. Þegar ég var busi sá maður að vissir einstaklingur voru teknir eitthvað sér fyrir, en í flestum tilvikum var það frekar saklaust. Þetta fer fyrst og fremst eftir einstaklingunum sem eru böðlar og fynnst mér soldið asnalegt að hver sem er á 3 ári getur orðið það, finnst að nemendaráðið ætti frekar að velja ákveðna einstaklinga í þetta, setja einhverjar reglur um hvað megi gera og þá ætti þetta ekki að vera neitt vesen.

Það er alveg klárt mál að einn og einn hálfviti á meðal böðlana getur sett svartan blett á allan hópinn og jafnvel smitað út frá sér þannig að vígslan fari úr böndunum.

En hvað um það, sjálfum fannst mér busavígslan hjá mér frekar langdregin og leiðinleg og ekkert sérstakt gert við mann, vanntaði eitthvað skipulag á þetta allt saman.


mbl.is Varað við busavígslum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá eru bara...

...komnir 3 mánuðir síðan ég bloggaði síðast, og menn myndu halda að ég hefði frá miklu að segja, þar sem það er liðið heilt sumar frá síðasta bloggi, en svo er nú samt ekki. Það skiptir svo sem ekki máli þar sem mér þykir ótrúlegt að einhver kíki á þessa síður.

En svona var sumarið hjá mér í grófum dráttum:

fór í sumarfrí í maí, sem telst varla vera sumar, fór í 3 veiðiferðir, eina með A-liðinu á Klaustur þar sem ekkert veiddist hvorki fiskur né kellingar, síðan fór ég að veiða með Jón Steinari og Gumma bró í vatni rétt fyrir utan Blöndós, sem átti að vera á snæfellsnesi, þar veiddist ágætlega ...af fiski. 3 ferðin var með sama tríói + Fjóla syss á Þingvöllum, þar veiddist ekki neitt.

síða fór ég aftur að vinna, og svo var sumarið búið á 2 sekúndum.

Framhaldið er að halda áfram að vinna, fara svo í skóla eftir áramót og klára kokkinn það styttist alltaf meira í það.

ekki meira að sinni.


Það er þá ágætt...

...að vera eins og ég...drekk en reyki ekki, spurning þó hvort drykkja mín sé í hófi  Whistling
mbl.is Áfengi minnkar líkur á liðagigt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er í gangi?

Nú eru kvikmyndahúsin búinn að hækka verðið hjá sér aftur og kenna launahækkunum um. Sem er reyndar skiljanlegt þar sem þeir gátu ekki kennt Dollaranum um núna en krónan hefur einmit verið að styrkjast gagnvart honum. Sem ætti auðvitað að að þýða lækkun á miðaverði, en eins og almenningur hefur eflaust áttað sig á þá er menn mun fljótari að hækka verð út af gengisbreytingum frekar en að lækka það.

Ég vil líka vekja athygli á því sem ég var að átta mig á í gær, en það er að nú á allt að hækka, ekki bara bensín, bíó og matur heldur einnig allar vörur í apótekum, t.d. var ég að kaupa umbúðir í gær á sár sem ég er með, það stóð í hillunni að þær ættu að kosta 169 kr. sem er ásættanlegt, en þegar ég kom á kassann þá var verðið búið að breytast í tæpan 300 kr.! þar sem afgreiðslustúlkan var almennileg þá lét hún mig borga gamla verðið en það eru lög að verðið á hillunni stendur, þannig ef þú lesandi góður verður var við misræmi af hilluverði og þegar kemur á kassann þá átt þú réttinn.

Svo lítið skondið að það sé hægt að hækka launin hjá manni og allt annað um leið og kenna svo launahækkuninni um!


mbl.is Verð bíómiða að hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er að frétta af gamla!

hér ekkert svosem að frétta, ákvað að henda inn bloggi svo óþreyjufullir commentarar geti skrifað eitthvað hérna, ég hef fengið kvartanir að það líði svo langt á milli blogga hjá mér að það sé aldrei hægt að commenta hjá mér.

En í fréttum er þetta helst. Ég er að gera góða hluti á Voxinu er sem sagt búinn að vera á dessert og garnis og fékk viðurkenningu fyrir vel unnin störf og fékk gefins bókina með Gordon Ramsey (gaurinn frá Hel Kitchen þáttunum) rosa fínt.

Ég er semsagt alltaf að vinna og drekka til skiptis, vann ca 280 tíma í tvo mánuði í röð og er það algjört met þar það jafnast á við 3 og hálfan mánuð hjá einstaklingi sem vinnur 8 tíma 5 daga vikunar. ég náði að eyða 10 þús kr á einum degi án þess að vera fullur, en það afrekaði ég með því að setja 4 þús kr í bensín á bílinn sem er rúmlega hálfur tankur, fara í bíó og borða skyndibita 3 sinnum yfir daginn, (ég veit ég nenni ekki að elda heima).

Ég komst að því að ég fæ mánuð í sumar frí frá miðjum maí til miðjan júní, alveg ágætur tími en verð þá að vinna um versló, bömmer, en kemst þó í frændsystkina djamm og veiðiferð með gamla crewinu.

ekki meira að sinni, eins gott að ég fái nóg af commentum

ps. það er enginn búinn að vera að kvarta yfir bloggleysi hjá mér hehe Sideways


Skaupið...

...svo lítið asnalegt að vera að blogga núna um áramótaskaupið, en ég var að horfa á það loksins í gær. Þvílík vonbrigði! alveg glatað verð ég að segja. Kannski sumt smá fyndið, en ég hló ekki að neinu, skássta var kannski djókið um hundinn Lúkas en ég hló samt ekki.

hef ekkert meira að segja um þetta, ætlaði að koma með eitthvað rosa blogg, en afraksturinn varð ekki meiri Tounge


Kallinn frægur

http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4365594/2

Ég er í atriðinu inn í eldhúsi. Það er tveir gaurar í bláum búning hlið við hlið. Ég er vinstra meginn


Komst yfir þessa mynd...

 ... þetta er mynd af stykkinu mínu sem ég skilaði í kalda lokaprófinu!

Kannski ekki alveg besta sjónarhornið þar sem ballantinið sem heppnaðist ekki alveg nógu vel er fremst á myndinni en annars ágætis mynd af stykkinu

 Verklegumyndirnarmínar063[1]


Næsta síða »

Tónlistarspilari

Band of Horses - The Funeral

Höfundur

mojo-jojo
mojo-jojo
Ég er svarthvítur með hatt og sést bara á hlið

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Verklegumyndirnarmínar063[1]
  • hilton
  • 300706 146_bl
  • 300706 146_bl
  • 300706 146_bl

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 314

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband