Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Róleg helgi

Helgin var tekinn rólega í þetta skiptið, ég fékk frí frá Nordica bæði laugardag og sunnudag og ákvað að taka því rólega og fara heim í sveitina. Ég kom heim um hálf níu leitið og sá þá seinni helminginn af Árborg - Ægi þar sem mínir menn rúlluðu 6-0 yfir Ægi og voru 5 mörk skoruð í seinni hálfleiknum.
Um kvöldið var kíkt á félagana á Krúsina og þaðan var haldið á Peikerinn sem var jafn glataður og síðast þegar maður fór þangað, hlakka til að kíkja í Hvíta húsið þegar það verður opnað aftur, en þar á víst að koma fínn veitingastaður og pöb með pool og alles.
Laugardagurinn var leti og þynnkudagur, held barasta að ég hafi ekki gert neitt allan daginn, sem var ágætt.
Í dag er svo stefnan tekin á að fara á æfingu kl: 16 og svo er spurning um að kíkja í bíó í kveld, finnst samt eitthvað svo glataðar myndir í selfossbíó.

Ekkert fleirra að sinni


Eitt stykki blogg

Eftir að hafa tekið mig góðan tíma í að jafna mig eftir síðasta bloggklúður þá hef ég ákveðið að skrifa örfá orð.

Byrjum á því sem átti að standa í síðasta bloggi.
Daginn sem Pravda brann þá lenti ég í skemmtilegum aðstæðum, en þær voru að ég læsti íbúðinni minni með bæði lyklana af íbúðinni og bílnum mínum innandyra, og eftir miklar vangaveltur og íhugun um innbrot í íbúðina, þá áhvað ég að hringja í Mæju systir sem ég hringi ósjaldan í þegar hin og þessi vandamálin dynja yfir hjá mér sem eru ófá. Hún reddaði málunum og sótti mig eftir vinnu út á pizza rizzo eftir einn og hálfan tíma þar sem ég sat í öngvum mínum. Síðan keyrði hún mig niður í miðbæ til þess að sækja hina lyklana og svo aftur til baka, þessi ferð tók ca. 2 tíma þar sem bruninn stóð sem hæstur á þessum tíma. En allt reddaðist þetta og Mæja fær þúsund þakkir fyrir að standa í þessu.

Síðan að smá væli, en ég verð bara að væla aðeins yfir þessu kerfi í kringum húsaleigubæturnar. Sko, fyrst var mér sagt frá Ráðhúsi Árborgar að ég gæti sótt um húsaleigubætur í Árborg ef ég mundi bara flytja aðsetrið mitt í Árbæinn (það er til þess að geta fengið dreifbýlisstyrk næsta haust þegar ég fer í skólann) en ok ég sæki um þessar bætur og ætlaði að græja þetta aðsetur dæmi eftir á þar sem það átti ekki að vera neitt vandamál að sögn Ráðhúsi Árborgar, það eina sem ég þyrfti væri vottorð frá skóla eða VINNUSTAÐ! að ég sé í námi.
En auðvitað var þetta ekki svo einfalt, þegar ég er kominn út í þjóðskrá til þess að breyta aðsetrinu mínu þá dugir bara að vera með vottorð frá skóla, svo til þess að fá bætur þá þyrfti ég að breyta lögheimilinu mínu í Árbæinn, svo ég gerði það og sagði Ráðhúsi Árborgar frá því og sagðist svo ætla að bruna á Selfoss til þess að klára þetta, en svo þegar ég er kominn á Selfoss þá fatta þau í Ráðhúsinu að núna þyrfti ég auðvitað að sækja um bæturnar í Árbænum þar sem lögheimilið mitt væri dööh, hefði svo sem getað fattað það sjálfur.
Þannig að ég fór heim í Árbæinn í dag til þess að sækja um bætur hjá þeim, en þá er þetta orðið allt of seint og líklega fæ ég engar bætur fyrir apríl mánuðinn en það er ekki alveg víst.
Það asnalega við þetta mál er það að þegar ég fer í skólann í haust þá þarf að breyta lögheimilinu aftur og aðsetri til þess að fá dreifbýlisstyrkinn og svo þarf líklega að breyta þessu öllu aftur þegar ég er búinn með bekkinn og svo öllu aftur þegar ég fer í þriðjabekkinn, verð bara að segja að þetta er fokkings kjaftæði og ég þyrfti að hitta einhvern sem einhverju ræður í þessum efnum og segja honum það.

Ég veit að þetta var langt og leiðinlegt blogg en þér var nær að lesa það :Þ


Fokking heitasta helvíti

Veit ekki hvort það var vírusvörnin mín eða blog.is en ég var allavega  búinn að skrifa þvílíkt langt blogg sem ég var búinn að vista og birta og svo kemur eitthvað fokkings error on page og allt þurrkað út, og ég nenni ekki að skrifa þetta aftur þar sem það er komin mið nótt, skrifa eitthvað seinna ef ég nenni


Þunnur og STAUR BLANKUR

Var að klára að koma íbúðinni í stand eftir gærkvöldið eftir alveg massíft 7 manna partý sem átti að vera svona innflutnings/kveðjupartý fyrir staffið á Rauða Húsinu, sem var soldið sérstakt þar sem enginn mætti frá Rauða Húsinu sem var soldið skítt þar sem það var mikið haft fyrir þessu partýi, það voru t.d. gerðar 3 tegundir af hlaupskotum, köld ostídýfa og heit nachos-dýfa. Ekki það að þetta hafi ekki verið fínt lið sem mætti svo en ekki alveg veitingarnar sem maður hefði haft fyrir.

Svo var ég að kíkja á stöðuna á kortinu mínu, og ég fékk áfall, óþarfi að nefna hver upphæðin var, en get allavega sagt að peningurinn sem ég ætlaði að lifa á yfir mánuðinn er núna deildur með 2. Það eina sem ég eyddi í var klippingu (á hommarlegustu stofu ever þar sem voru bara strákar að vinna, sem hefði sloppið ef þeir höfðu ekki líka þvegið á mér hárið í svona korter Frown), peysu, ríkið (ein kippa og lítill vodkapeli) og svo innkaup fyrir þetta frábæra partý.

Nóg af væli í bili, og aðeins að öðru, því ég var að fá geggjaðar rauðar gardínur frá mömmu sem hún saumaði sjálf, þúsund þakkir fyrir það


Þvottavélin mín

Núna um daginn þá gaf pabbi mér glænýja þvottvél sem ég valdi sjálfur í Elko, fínasta vél, maður getur stillt delay á henni en þá seinkar maður þvottinum, maður gæti t.d. sett á 6 tíma delay rétt áður en maður fer að sofa og svo þegar maður vaknar morgunninn eftir þá er vélin nýbúinn að þvo, þvílík snilld!

En eitthvað vafðist það fyrir mér að ganga rétt frá vélinni, allavega þá fattaði ég ekki að taka eitthvað járnstykki af sem er aftan á vélinni, með þeim afleiðingum að allt fór í steik þegar ég var að þvo mína fyrstu vél. Það sem gerðist var að vélinn hoppaði og skoppaði út um allt þvottarhús og reif meira segja aðrar vélar með sér og tók niðurfallið í sundur og hvaðeina Grin.

En ég fattaði ekki strax hver vandinn væri, hélt bara að ég hafði balenserað hana eitthvað vitlaust. Síðan þegar þetta skeður aftur, þá ákveð ég að hringja í Elko og spurjast aðeins út í þetta og þá segja þeir mér þetta með járndraslið, en þá þurfti maður auðvitað að fara sér ferð út í næstu bensínstöð til þess að kaupa skiptilykil til þess að losa þetta drasl. En vélin er allavega kominn í ,,lag" núna.

Annars er það að frétta af mér, að ég og Kalli erum búinr að mála og koma flestum húsgögnum fyrir, ég er kominn með internet, en internetleysið var farið að gera mann brjálaðan. Svo er maður á leiðinni á Fed le grand á miðvikudaginn og er meira að segja búinn að kaupa miða, en það tók mig tvær ferðir út í kringlu þar sem ég á mjög erfitt með að læra það að allt lokar kl 18.00 þar.

Ekkert fleirra að sinni.


Tónlistarspilari

Band of Horses - The Funeral

Höfundur

mojo-jojo
mojo-jojo
Ég er svarthvítur með hatt og sést bara á hlið

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Verklegumyndirnarmínar063[1]
  • hilton
  • 300706 146_bl
  • 300706 146_bl
  • 300706 146_bl

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 329

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband