Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Fallinn

Jæja þessi sprittpása hjá mér endist ekki lengi, aðeins tvær vikur þar sem ég fékk mér tvo ölara í gær. En ég hafði heitið því um daginn að hætta að drekka og koma mér í form og læti, en þar sem ég þarf alltaf að vinna þá sé ég ekki að það sé að gerast, en er samt ekki alveg búinn að gefast upp, ætla ennþá að reyna að hreyfa mig eitthvað meira, kannski maður kaupir sér kort í World Class sem er bara alltof dýrt, maður þarf að skuldbinda sig í ár til þess að fá þetta á þokkalegu verði. Kannski maður ætti bara að fara út að hjóla og skokka, það kostar ekkert, æi veit ekki þetta kemur allt í ljós. Smile


Ákvað...

...að henda inn einu bloggi þar sem ég er í fríi og hef nákvæmlega ekkert að gera. Var samt ekkert smá duglegur í morgunn, fyllti út greiðslumat hjá íbúðarlánasjóði sem eftir heldur miklar hliðranir og loforð um að selja bæði minn bíl og bróður míns þá ættum við bræðurnir að geta keypt íbúð fyrir ca. 18 millur, en það verður hægara sagt en gert að fá þetta í gegn í íbúðarlánasjóði, þar sem ég bætti einnig inní auka 30 þús kr. í tekjur sem Kalli ætlar að borga en hann ætlar að leigja hjá okkur. Svo sagði ég upp leigunni á íbúðinni minni í dag en það þurfti að gerast fyrir mánaðarmót þar sem það er 3 mánaða uppsagnafrestur á leigunni.

Annars er lítið í fréttum, ég er ekki lengur með hálsbólgu, gott að vera laus við það, ég er alltof latur við að gera þessar jafnvægisæfingar sem ég á að gera fyrir ökklana á mér, ég er að reyna að skipuleggja einhvern hitting á gamla Rauða Hús staffið, maður hefur ekki hitt suma í bráðum 3 mánuði, alltof langt síðan.

...svo er lokaþáttur með Heroes í USA í kvöld, ætla að horfa á hann á morgunn, get ekki beðið.

Ekkert fleira að sinni.


Slappur

Frábært, núna er maður víst komin með hálsbólgu, þoli ekki að vera veikur, sérstaklega þar sem ég er að fara að vinna um helgina og bara glatað að þurfa að taka sér veikindafrí sérstaklega þegar það er ekkert mikið að manni.
Annars fór ég með félögunum í ,,veiðiferð" á klaustri um helgina, gæsalappirnar set ég þar sem þetta var meira svona fyllirísferð. Hérna er hægt að sjá skemmtilegt video sem nær þessari ferð í hnotskurn www.a-lidid.tk .

Svo á pabbi afmæli í dag, hann er 55 ára kallinn, til hamingju með það.

Ekkert fleira að sinni


Hvað er málið...

...með skotárásir í bandaríkjunum, virðist sem að þetta sé daglegt brauð hjá þeim, og ég skil bara ekki hvað fær nemendur í námi á háskólastigi til þess að gera svona, maður mundi halda að það væri meira vit í kollinum á þeim og takið eftir því hver er líklegasta ástæðan fyrir þessu neðst í fréttinni.
mbl.is Einn lést í skotárás á heimavist í Kaliforníu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helgin...

...var ágæt, það var búið að segja mér fyrirfram að það yrði ekkert að gera hjá okkur þannig að ég var kominn í stellingar að slappa af og plana eitthvað til að gera eftir vinnu en svo kom auðvitað annað upp á daginn.
Á laugardaginn var einn neminn á Vox veikur og var ég beðinn um að koma upp á Vox í staðinn, sem var reyndar alveg geðveikt fínt, ég fékk að gera dipp og froðu, svo fór ég meiri að segja aðeins á pönnuna í bistroinu, vann rúma 15 tíma þann dag, átti svo að mæta 10 morgunninn eftir en tók þá heimskulegu ákvörðun að horfa á spólu eftir vinnu og svaf bara tæpa 6 tíma á laugardagsnóttina.
Eftir vinnu á sunnudeginum fór ég með staffinu á íslandsmeistarmótið í cockteilblöndun sem stóð til klukkan tólf og eftir það fór ég heim, fór reyndar frekar snemma þar sem ég var ekkert að nenna að fara að detta í það með því staffi sem var þarna.


Uppskrift

mér langaði til að henda hérna inn einni einfaldri pastauppskrift, en hún er svona.

efni:
pasta
1-2 dl rjómi
1 pakki af rjómaosti með svörtum pipar
1 bréf af beikoni
1 paprika
1/4 af venjulegum lauk
smá olía (má sleppa)

Aðferð:
Sjóða pasta eftir leiðbeiningum. Skera beikon og papriku í teninga, lauka í strimla. Láta svo beikonið paprikuna og laukinn svitna (steikja á vægum hita) vel á pönnu með smá olíu en fitan af beikoninu getu dugað. Hella svo rjómanum og ostinum út í og hræra vel saman. Svo er pastanu blandað saman við og salt og pipar eftir smekk.

Meðlæti: nýbakað brauð og ferskur appelsínusafi


Gott þetta !

Var að horfa einn glataðasta United leik frá upphafi, veit eiginlega ekki hvað var í gangi, þeir hefðu átt að pakka í vörn og tefja alla leikinn þó það hafði kostað sömu úrslit þá er allt skárra en að tapa 3-0. Stór feill hjá Ferguson að setja Saha inná og taka Oshea útaf, hefði frekar að kippa Fletcher eða Giggs útaf.

Annars eitthvað jákvætt, þá fékk ég góða summu útborgaða fyrir að hafa unnið alla páskana og eiginlega alla daga, en það er samt ekkert að marka þessa útborgun því að í næsta mánuði verður enginn stórhátíðardagur og svo átti ég einnhvern 50 þús kall uppsafnaðan persónuafslátt vegna smá skattkortsklúðurs fyrir síðustu mánaðarmót, þannig að ég er ekki að fara splæsa á línuna á næsta fyllirí eða neitt svoleiðis.

ekkert fleirra að sinni


Tónlistarspilari

Band of Horses - The Funeral

Höfundur

mojo-jojo
mojo-jojo
Ég er svarthvítur með hatt og sést bara á hlið

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Verklegumyndirnarmínar063[1]
  • hilton
  • 300706 146_bl
  • 300706 146_bl
  • 300706 146_bl

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband