Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Eigum við að ræða það hvað ég var duglegur...

...hélt ekki.

 En jú ég held að ég hafi aldrei verið jafn duglegur á frídegi eins og ég var í dag. Vanalega sef ég allan daginn og horfi á sjónvarpið og heng í tölvunni en dagurinn í dag var öðruvísi.
Reyndar svaf ég allt of lengi enda var ég ekki búinn að plana að vera duglegur, síðan fór ég að dunda mér við uppvask sem ég hafði unnið mér inn frá kvöldinu áður þar sem ég gerði upp á bak í pro á móti Gumma. Eftir dágott uppvask fór ég að pakka inn jólagjöfum, þó þær hefðu ekki verið margar þá var nú nógur erfitt/leiðinlegt að pakka þessu inn.

Þegar ég er í þann veginn að vera búinn að gera allt sem ég hafði planað að afreka yfir daginn, hringir bjallan. Úti stendur Guðrún, eldri kona sem býr fyrir ofan mig, hún spyr mig hvort ég eigi ekki eitthvað af þessu drasli sem liggi í sameigninni. Ég kveð svo vera ekki og afsaka mig um leið fyrir allt draslið sem liggi enn eftir mig út í garði á veröndinni. Og ég segi við hana um leið að ég sé á leiðinni að henda þessu (not) og sé bara að leita mér að kerru til að flytja þetta.

En þá skeður svo lítið óvænt. Guðrún segist eiga stóra kerru bak við hús og ég megi fá hana lánaða ef ég tek líka draslið sem er sameigninni. Núna var að hrökkva eða stökkva. Hvort átti ég að ljúga að ég hefði ekki tíma í þetta og halda áfram letidegi eða átti ég að vera svo góðar að fara með draslið. Og viti menn, ég veit ekki hvort það séu jólin eða þá að ég hafði enga afsökun, en ég tók saman allt draslið sem var svona 100-200 kg án gríns og hendi því út í Sorpu og borgaði meira að segja fyrir það heilar 600 kr.

Allt í allt mjög sáttur með daginn hjá mér og mér er bara farið að hlakka til jólanna

...smá viðbót:
Einkunirnar mínar úr öðrum bekk:
Kalda Eldhúsið: 10
Franska: 9
Hráefnis og matreiðsluaðferðir: 8
Súpur, sósur og eftirréttir: 9
FFM (vinnubókin): 9
Matreiðsla 107: 8
Matseðlafræði: 9
Matreiðsla 101: 8

Meðaleinkunn 8,75


Tónlistarspilari

Band of Horses - The Funeral

Höfundur

mojo-jojo
mojo-jojo
Ég er svarthvítur með hatt og sést bara á hlið

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Verklegumyndirnarmínar063[1]
  • hilton
  • 300706 146_bl
  • 300706 146_bl
  • 300706 146_bl

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 325

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband