20.12.2007 | 18:58
Eigum við að ræða það hvað ég var duglegur...
...hélt ekki.
En jú ég held að ég hafi aldrei verið jafn duglegur á frídegi eins og ég var í dag. Vanalega sef ég allan daginn og horfi á sjónvarpið og heng í tölvunni en dagurinn í dag var öðruvísi.
Reyndar svaf ég allt of lengi enda var ég ekki búinn að plana að vera duglegur, síðan fór ég að dunda mér við uppvask sem ég hafði unnið mér inn frá kvöldinu áður þar sem ég gerði upp á bak í pro á móti Gumma. Eftir dágott uppvask fór ég að pakka inn jólagjöfum, þó þær hefðu ekki verið margar þá var nú nógur erfitt/leiðinlegt að pakka þessu inn.
Þegar ég er í þann veginn að vera búinn að gera allt sem ég hafði planað að afreka yfir daginn, hringir bjallan. Úti stendur Guðrún, eldri kona sem býr fyrir ofan mig, hún spyr mig hvort ég eigi ekki eitthvað af þessu drasli sem liggi í sameigninni. Ég kveð svo vera ekki og afsaka mig um leið fyrir allt draslið sem liggi enn eftir mig út í garði á veröndinni. Og ég segi við hana um leið að ég sé á leiðinni að henda þessu (not) og sé bara að leita mér að kerru til að flytja þetta.
En þá skeður svo lítið óvænt. Guðrún segist eiga stóra kerru bak við hús og ég megi fá hana lánaða ef ég tek líka draslið sem er sameigninni. Núna var að hrökkva eða stökkva. Hvort átti ég að ljúga að ég hefði ekki tíma í þetta og halda áfram letidegi eða átti ég að vera svo góðar að fara með draslið. Og viti menn, ég veit ekki hvort það séu jólin eða þá að ég hafði enga afsökun, en ég tók saman allt draslið sem var svona 100-200 kg án gríns og hendi því út í Sorpu og borgaði meira að segja fyrir það heilar 600 kr.
Allt í allt mjög sáttur með daginn hjá mér og mér er bara farið að hlakka til jólanna
...smá viðbót:
Einkunirnar mínar úr öðrum bekk:
Kalda Eldhúsið: 10
Franska: 9
Hráefnis og matreiðsluaðferðir: 8
Súpur, sósur og eftirréttir: 9
FFM (vinnubókin): 9
Matreiðsla 107: 8
Matseðlafræði: 9
Matreiðsla 101: 8
Meðaleinkunn 8,75
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
30.11.2007 | 00:40
Hey!
Það var að losna herbergi í íbúðinni okkar Gumma bró. Um er að ræða mjög lítið herbergi, en það er nýmálað með stórum glugga og sér inngangi í gegnum forstofuna. Svo er auðvitað aðgengi að restinni af íbúðinni, þvottavél, neti, sjónvarpi, eldhúsi og V.I.P. sturtu. Leigan er 30 þús kr.
Skilyrði er að annarhvor okkar þekki einstaklinginn eða viti allavega eitthvað um hann/hana. Áhugasamir geta kommentað hjá mér eða sent mér e-mail
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 00:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.11.2007 | 12:43
Nú verði þið hlessa...
...kjellinn kominn með myspace: www.myspace.com/joihannesar
Kann eitthvað lítið á þetta ennþá, og það er ekkert skemmtilegt að lesa um mig þarna ennþá.
9.11.2007 | 20:23
Tja...
Föstudagskvöld, og allt stefnir í eitthvað skrall eins og vanalega. Var alveg rosalega duglegur áðan, en ég tók mig til og fór með flöskur, dagblöð og fernur í endurvinnslu, þvílíkt afrek. Fékk svo 2000 kr. fyrir fór út í Vínbúð og Hagkaup og keypti allt tilheyrandi fyrir Mojito, (veit ekki hvort þetta er rétt skrifað). Ef reyndar aldrei blandað svona áður, en ég er bara orðinn þreyttur á að vera synjað um þennan drykk á flestum börum bæjarins, af þeirri einföldu ástæðu að barþónar nenna ekki að búa þetta til, (Vitnun í barþón á Hressó).
Sá skemmtilega uppákomu í kringlunni í dag, tveir blökkumenn fóru að rífast og kallaðir voru út 3 lögreglubílar með 6 lögreglu mönnum, þeir náðu að yfirbuga mennina tvo sem veittu enga mótspyrnu. (Ég var reyndar fyrir utan kringluna þegar þetta skeði og sá bara þegar þeim var hent inn í bíl, en heyrði restina frá fólki sem sá atburðinn). Það var víst tilkynnt til lögreglu að annar maðurinn væri með hníf á sér, en það var óstaðfest.
Svo lítið fyndið að öryggisvörðurinn sem tilkynnti átökin var aðalnördið í Nörda-þáttunum á skjáeinum, þessi sem fór á deit með einhverri þvílíkri skutlu sem talaði útlensku. Mér skilst að hann sé með svarta beltið í jutisu eða einhverju sjálfsvarnarrugli, frekar svalt verð ég að segja.
Ekkert fleirra að sinni.
25.10.2007 | 21:08
Kjellinn !
Paparazziarnir létu mig ekki í friði á Hilton opnuninni , þarna náði ég rétt svo að fela mig á bak við hitalampa. (ég er gaurinn í miðjunni)
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 21:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
22.10.2007 | 22:35
Mín hlið á málinu ... sú rétta
Er Gummi Þroskaheftur?
Við bræðurnir erum búnir að standa í ströngu frá því í gærkvöldi. Það byrjaði í gær þegar við vorum að fara úr sveitinni í rvk. Þá tók ég uppá því að bomba fýlusprengjum í bílnum og læsti rúðunum þ.a. að Gummi gat ekki opnað gluggana. Gummi dó ráðalaus, enda var lyktin slík. Ég ákvað að opna hurðina uppá gátt á fullri ferð til þess að fá frískt loft. Gummi fór að grenja.
Síðan þegar í við vorum komnir í Rvk, þá ætlaði Gummi að hefna sín og hljóp á undan mér inn í íbúðina og læsti mig úti. Þegar á þessu stóð kom Heiðar að okkur og gat ekki annað en hlegið að Gumma. Enda sjaldséð að maður í háskóla skuli láta svona. Síðan hleypti hann mér inn, enda orðinn skíthræddur um afleiðingar gjörða sinna. Um leið og ég komst inn tók ég eina sniðglímu á hann og henti honum í gólfið og sló hann með blautum sokk. Svo pissaði Gummi í sig og steig í hlandið af sjálfum sér og varð votur. Hann fór svo hnuggin í háttinn.
Síðan ætlaði ég að stríða honum í dag þegar hann kom úr skólanum og þykjast loka hann úti, hann var svo hræddur um að þurfa að standa úti og verða meira votur, enda hafði hann fengið nóg af því deginum áður, að hann faldi sig í görðum og fór krókaleiðir í átt að blokkinni okkar og endaði svo með að detta og meiða sig og grenja eins og smástelpa, ég reyndi að hugga hann en hann reyndi þá að hrækja á mig. Þar sem Gummi var ekki lengur húsum hæfandi þá ákvað ég að geyma hann úti. Eftir dágóða stund þá grátbað hann mig um að hleypa sér inn og sagðist sjá eftir öllu saman. Ég ákvað að fyrirgefa honum eins og góður kristinn maður og hleypti honum inn. En þá reyndist Gummi vera úlfur í sauðagæru og tók hann sængina mína og henti henni út. Ég gat ekki fært neinar varnir gegn þessu enda alveg hlessa á þessu öllu saman. Síðan bjó ég til banana shake handa Gumma sem hann vildi ekki drekka og fór hann því í vaskinn.
Ef einhver trúir ekki þessari sögu þá svara ég þeim með tilvitnun úr Simpsons:
"You belived his cock and bull story"
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
6.9.2007 | 23:32
Vá...
...ég nenni bara ekki að blogga, eins og fáir lesendur þessarar síðu hafa væntanlega tekið eftir. En svona til þess að henda inn einhverjum fréttum af manni þá kemur smá færsla.
Í fréttum af mér er þetta helst: ég er fluttur úr Árbænum á Langholtsveginn þar sem ég keypti íbúð með Gumma bró. Ég er byrjaður í skólanum og er í öðrum bekk í matreiðslunámi MK. Ég er búinn að vera kvefaður í eina viku og vikunni á undan því var ég með einhverja lakk-óþols-veiki eftir að hafa lakkað alla glugga og léreft í íbúiðinni í ófullnægjandi loftræstingu, og lýsti það sér þannig að ég varð allur rauðflekkóttur og þurr í framan á undan þvi var ég þunnur í nokkra daga vegna menningarnætur, þannig alsherjar slappleiki og væll búinn að vera hjá mér.
En að jákvæðari fréttum, þá vorum ég og Daði Már að enda við að bursta Gumma bró og Heiðar í Fifa 2007 og hefur ekki annað sést lengi, stærsti sigurinn var 8-2 .
Ekkert fleirra að frétta að sinni.
14.8.2007 | 16:48
Langaði til að...
... henda inn þessu video http://www.collegehumor.com/video:1746250 . En mér langaði að henda inn einhverju svona eftir að hafa lesið bloggið hjá Stebba Ó, mæli með að fólk kíki á það líka.
...Verð að segja að limmósíukallinn sé bestur og auðvitað feiti barbeque gaurinn líka.
30.7.2007 | 17:27
Ég verð...
17.7.2007 | 18:06
Vona að ...
Karlmaður slasaðist á trampólíni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Tenglar
Fróðlegt og fræðandi
- Minn Geymur tékkið á þessu
- Freisting fyrir kokkana
- Fótbolti.net
- Árborg FC
- leikjanet
- Rauðahúsið
Aðrir
- Kristó
- Hrund
- Lilja bloggar einu sinni í mánuði
- Ragna Kristín bloggar annan hvern mánuð
- Tantra fjóla systir og vinkonur
- Godfellas dauð síða
- Action.is
- Godfellas
- Daði Már
- A-liðið
Fjölskyldan
Eldri færslur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar