Reykjavík.

Þá er maður búinn með fyrsta alvöru daginn á Nordica (sem var í gær), og ég get svarið það að þegar ég vaknaði í gærmorgunn þá var gjörsamlega allt að mér: ég var með hálsbólgu, með sýkingu í putta og blöðru og tognaðann ökkla Shocking. Þannig að ég er helvíti feginn að vera í tvo daga í fríi til þess að jafna mig.

Dagurinn gekk vel þrátt fyrir að vera fjölfatlaður, ég var settur niður í baguette eldhúsið sem er svona veislueldhús, þar mun ég vera til að byrja með og svo færist maður upp í bistroið og síðan upp á Vox. Mér finnst það fínt að byrja þarna, þetta er alveg nýr heimur fyrir mig og eiginlega meira framandi en Vox.

Núna er ég að leita mér að íbúð til leigu, og hvað er eiginlega málið með verðið á þessu. Ég er búinn að vera að skoða 3 herbergja íbúðir, þar sem við ætlum að vera tveir að leigja saman, og það ódýrast sem ég finn er 90 þús kall og það er í efra Breiðholti, þar sem maður getur bókað að vera laminn svona allavega einu sinni í mánuði.

Ef einhver veit ódýra íbúð til leigu, hafið þá vinsamlegast samband


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GK

Hahaha... passaðu þig á tælendingunum í gettóinu...

GK, 7.3.2007 kl. 23:26

2 Smámynd: Josiha

Já þetta er rugl þessi leigumarkaður. En til hamingju með að vera byrjaður að vinna á Nordica :-)

Josiha, 7.3.2007 kl. 23:27

3 identicon

Á ég að lemja þig einu sinni í mánuði ???

En það er viðbjóður að leigja....getur þú ekki bara keypt. 100% lán og læti.?!

Velkomin í höfuðborgina....þá er bara meirrihlutinn af systkinum mínum komin...þá hljótum við að hittast oftar eða..?? Taka í eitt spil eða svo.

Mæja (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 11:55

4 Smámynd: mojo-jojo

GK: geri það
Joshia: já þetta er rugl og takk fyrir það
Mæja: Nei get ekki keypt stóðst ekki greiðslumat, og já við ættum að geta hist oftar, sérstaklega ef ég fæ þessa íbúð í Fljótaselinu

mojo-jojo, 8.3.2007 kl. 19:43

5 Smámynd: Guðmundur Marteinn Hannesson

já við ættum að gera e-ð saman víst meirihlutinn er kominn í höfuðborgina

Guðmundur Marteinn Hannesson, 8.3.2007 kl. 22:39

6 Smámynd: Fjóla =)

jamm.. og ég er líka ekki ósjaldan þarna.. svo það væri kannski snilld að hittast..:D

Fjóla =), 9.3.2007 kl. 10:22

7 Smámynd: Anna Sigga

Til hamingju með nýju vinnuna þína og takk fyrir síðast vonandi gengur househuntið betur... því miður erum við með okkar íbúð í "gettói" Reykjavíkur, efra-Breiðholti í útleigu  þannig að ég get ekki hjálpað þér með það í bili. En gúde löke!

Anna Sigga, 9.3.2007 kl. 14:01

8 Smámynd: Gísli Einar Ragnarsson

Láttu ekki svona Jói. Þú verður ekkert laminn þarna. Það verður bara brotist inn til þín tvisvar í viku ;)

Gísli Einar Ragnarsson, 12.3.2007 kl. 00:12

9 identicon

til hamingju með vinnuna á Nordica! en þú verður ekkert endilega lamin ef þú flytur í efra breiðholtið. Fáðu þér bara svona tattoo tár og þá halda allri að þú sért í einhverju crazy latino gengi og láta þig í friði.

kristó (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 00:22

10 Smámynd: mojo-jojo

þakka fyrir stuðninginn og góð ráð

mojo-jojo, 13.3.2007 kl. 14:19

11 identicon

Afmæli hjá Ísold VÖlu á sunnudaginn 18.mars kl:14:00. Láttu vita ef þú kemst ekki...bæ

Mæja (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 15:15

12 Smámynd: mojo-jojo

Ég ætti að komast en verð líka í málingarstússi í íbúðinni, sé til hversu lengi ég get verið

mojo-jojo, 15.3.2007 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Tónlistarspilari

Band of Horses - The Funeral

Höfundur

mojo-jojo
mojo-jojo
Ég er svarthvítur með hatt og sést bara á hlið

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Verklegumyndirnarmínar063[1]
  • hilton
  • 300706 146_bl
  • 300706 146_bl
  • 300706 146_bl

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband