Ég er orðinn Árbæingur

Fyrir þá sem ekki vita þá er ég kominn með íbúð út í Hraunbæ í Árbænum með honum Kalla félaga mínum. Íbúðin er rúmgóð eða í kringum 90 fm, en hún samt soldið sjúskuð, það er að segja, eldhúsinnréttingin er ljót gólfin blettótt, nokkrir gluggar ólokanlegir og veggir götóttir. En þetta er samt hin þokkalegasta íbúð, við ætlum að skella málingu á veggina og á eldhúsinnréttinguna. Ég tók mig til á sunnudaginn að spasla í öll göt sem ég fann, viðurkenni alveg að það hefði alveg verið hægt að gera þetta betur en veggirnir eru allavega skárri núna, síðan vonast ég til að Kalli klári að teipa í dag og svo getum við farið að mála á þriðjudag.

En svona aðeins að helginni, þá var ég að vinna auka bæði á föstudag og á laugardag og það var alveg brjálað að gera, svo lenti ég í því á föstudagskvöldið að vera læstur úti hjá Gumma bró þar sem ég gisti þar til íbúðin er kominn í smá stand, svo þegar ég ætla að hringja í hann Gumma þá fatta ég að síminn minn sé rafmagnslaus og þarf ég að fara út á næstu bensín stöð til þess að hringja í hann, eftir að hafa gert það og fengið þá skíringu að bæði Gummi og Stebbi sem leigir með honum séu út í sveit og ég sé læstur úti með enginn hrein föt og enga gistingu, þá tók ég mér smá tíma og hugsaði hvað ég gæti gert í málinu.

 Þá datt mér í hug að vekja Mæju systur 12 um nótt og biðja um gistingu, hún leyfði mér það og gisti ég í rúmmi dóttur systur minnar sem verður 5 ára á miðvikudaginn.

Mojo kveður að sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GK

Lýsingin á þessari íbúð er ekki beint falleg ... :)

GK, 19.3.2007 kl. 21:54

2 Smámynd: Anna Sigga

ÆÆ Jói, enn hræ..... hressandi lesning. Gott að þú heldur samt jákvæðninni

Anna Sigga, 19.3.2007 kl. 22:42

3 Smámynd: Josiha

Gengur síminn þinn fyrir rafmagni??? Og hvar svaf Ísold greyið? Gaman að fá smá fréttir af þér. Hlakka til að sjá þig á miðvikudaginn

Josiha, 19.3.2007 kl. 23:04

4 Smámynd: Guðmundur Marteinn Hannesson

hehehe... þú áttir að vera búinn að tala e-ð við okkur á föstudaginn, þíðir ekkert að væla yfir þessu :P

Guðmundur Marteinn Hannesson, 20.3.2007 kl. 16:05

5 Smámynd: Fjóla =)

til hamingju með íbúðina..!

en það er fínt að gista í þessu prinsessurúmi ekki satt..?

Fjóla =), 20.3.2007 kl. 21:04

6 Smámynd: Fjóla =)

og já.. hvenær verður influttningsparty..;)

Fjóla =), 20.3.2007 kl. 21:04

7 Smámynd: Gísli Einar Ragnarsson

Sú kasa is mí kasa? right? Til hamingju með pleisið, mann.

Gísli Einar Ragnarsson, 20.3.2007 kl. 23:20

8 identicon

PRINSESSUHERBERGIÐ RÚLLAR

Mæja (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 12:30

9 Smámynd: mojo-jojo

GK: hún verður það ...vonandi
Anna Sigga: Já maður verður að vera jákvæður
Jóhanna: Já ég er með svona snúru síma :P, Ísold svaf hjá Mæju
Gummi: Þú ert að væla
Fjóla: rúmið var fínt, veit ekki með partý, ég og Kalli erum á sitthvori vakt, kannski það verði bara sitthvort partýið.
Gísli: bíddu er það ekki me casa es su casa? eða er ég að misskila djókið, og takk fyrir það.

mojo-jojo, 21.3.2007 kl. 12:46

10 Smámynd: Daði Már Sigurðsson

Til hamingju með pleisið...

Daði Már Sigurðsson, 26.3.2007 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Tónlistarspilari

Band of Horses - The Funeral

Höfundur

mojo-jojo
mojo-jojo
Ég er svarthvítur með hatt og sést bara á hlið

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Verklegumyndirnarmínar063[1]
  • hilton
  • 300706 146_bl
  • 300706 146_bl
  • 300706 146_bl

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband