1.4.2007 | 21:22
Þvottavélin mín
Núna um daginn þá gaf pabbi mér glænýja þvottvél sem ég valdi sjálfur í Elko, fínasta vél, maður getur stillt delay á henni en þá seinkar maður þvottinum, maður gæti t.d. sett á 6 tíma delay rétt áður en maður fer að sofa og svo þegar maður vaknar morgunninn eftir þá er vélin nýbúinn að þvo, þvílík snilld!
En eitthvað vafðist það fyrir mér að ganga rétt frá vélinni, allavega þá fattaði ég ekki að taka eitthvað járnstykki af sem er aftan á vélinni, með þeim afleiðingum að allt fór í steik þegar ég var að þvo mína fyrstu vél. Það sem gerðist var að vélinn hoppaði og skoppaði út um allt þvottarhús og reif meira segja aðrar vélar með sér og tók niðurfallið í sundur og hvaðeina .
En ég fattaði ekki strax hver vandinn væri, hélt bara að ég hafði balenserað hana eitthvað vitlaust. Síðan þegar þetta skeður aftur, þá ákveð ég að hringja í Elko og spurjast aðeins út í þetta og þá segja þeir mér þetta með járndraslið, en þá þurfti maður auðvitað að fara sér ferð út í næstu bensínstöð til þess að kaupa skiptilykil til þess að losa þetta drasl. En vélin er allavega kominn í ,,lag" núna.
Annars er það að frétta af mér, að ég og Kalli erum búinr að mála og koma flestum húsgögnum fyrir, ég er kominn með internet, en internetleysið var farið að gera mann brjálaðan. Svo er maður á leiðinni á Fed le grand á miðvikudaginn og er meira að segja búinn að kaupa miða, en það tók mig tvær ferðir út í kringlu þar sem ég á mjög erfitt með að læra það að allt lokar kl 18.00 þar.
Ekkert fleirra að sinni.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Tenglar
Fróðlegt og fræðandi
- Minn Geymur tékkið á þessu
- Freisting fyrir kokkana
- Fótbolti.net
- Árborg FC
- leikjanet
- Rauðahúsið
Aðrir
- Kristó
- Hrund
- Lilja bloggar einu sinni í mánuði
- Ragna Kristín bloggar annan hvern mánuð
- Tantra fjóla systir og vinkonur
- Godfellas dauð síða
- Action.is
- Godfellas
- Daði Már
- A-liðið
Fjölskyldan
Eldri færslur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hahaha...
...fyndið blogg
Færðu e-ð páskafrí? Ertu búinn að redda laugardeginum e-ð?
Josiha, 1.4.2007 kl. 22:24
Nei og Nei
mojo-jojo, 1.4.2007 kl. 23:12
Það var mikið!! Til hamingju með nýju vélina, fall er fararheill ;)
Anna Sigga, 1.4.2007 kl. 23:14
Gaman að því...að vinna og vinna þegar aðrir eru í fríi... En svona er kokkurinn einu sinni.
Góða skemmtun á miðvikudaginn.
já og takk fyrir okkur á laugardaginn....geðveikt gott....ég er en slefandi
Mæja (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 22:17
Sjitt maður. Það er nú nógu erfitt fyrir þig að reyna að læra hvenær þjónustuaðilar loka á Selfossi... öll þessi kompaní sem þú þarft að skipta við í Reykjavík, sjitt... Ein regla: Hættu að hringja í mig og spurja hvenær þetta og þetta lokar. (T.d. kl. 19:30 á laugardagskvöldi að spyrja hvort Kringlan c opin).
Fínt með þvottavélina samt... er hægt að taka upp á hana líka?
GK, 3.4.2007 kl. 15:07
takk mæja,
hehe og ho ho Gk
mojo-jojo, 3.4.2007 kl. 23:30
þú ert svo steiktur með þessar kringluferðir þínar, ég hélt ég myndi gubba í bílferðinni í þynnkunni á laugardaginn.
En kvöldið var fínt á laugardaginn.. takk fyrir góða rétti
Guðmundur Marteinn Hannesson, 4.4.2007 kl. 12:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.