24.4.2007 | 18:30
Eitt stykki blogg
Eftir að hafa tekið mig góðan tíma í að jafna mig eftir síðasta bloggklúður þá hef ég ákveðið að skrifa örfá orð.
Byrjum á því sem átti að standa í síðasta bloggi.
Daginn sem Pravda brann þá lenti ég í skemmtilegum aðstæðum, en þær voru að ég læsti íbúðinni minni með bæði lyklana af íbúðinni og bílnum mínum innandyra, og eftir miklar vangaveltur og íhugun um innbrot í íbúðina, þá áhvað ég að hringja í Mæju systir sem ég hringi ósjaldan í þegar hin og þessi vandamálin dynja yfir hjá mér sem eru ófá. Hún reddaði málunum og sótti mig eftir vinnu út á pizza rizzo eftir einn og hálfan tíma þar sem ég sat í öngvum mínum. Síðan keyrði hún mig niður í miðbæ til þess að sækja hina lyklana og svo aftur til baka, þessi ferð tók ca. 2 tíma þar sem bruninn stóð sem hæstur á þessum tíma. En allt reddaðist þetta og Mæja fær þúsund þakkir fyrir að standa í þessu.
Síðan að smá væli, en ég verð bara að væla aðeins yfir þessu kerfi í kringum húsaleigubæturnar. Sko, fyrst var mér sagt frá Ráðhúsi Árborgar að ég gæti sótt um húsaleigubætur í Árborg ef ég mundi bara flytja aðsetrið mitt í Árbæinn (það er til þess að geta fengið dreifbýlisstyrk næsta haust þegar ég fer í skólann) en ok ég sæki um þessar bætur og ætlaði að græja þetta aðsetur dæmi eftir á þar sem það átti ekki að vera neitt vandamál að sögn Ráðhúsi Árborgar, það eina sem ég þyrfti væri vottorð frá skóla eða VINNUSTAÐ! að ég sé í námi.
En auðvitað var þetta ekki svo einfalt, þegar ég er kominn út í þjóðskrá til þess að breyta aðsetrinu mínu þá dugir bara að vera með vottorð frá skóla, svo til þess að fá bætur þá þyrfti ég að breyta lögheimilinu mínu í Árbæinn, svo ég gerði það og sagði Ráðhúsi Árborgar frá því og sagðist svo ætla að bruna á Selfoss til þess að klára þetta, en svo þegar ég er kominn á Selfoss þá fatta þau í Ráðhúsinu að núna þyrfti ég auðvitað að sækja um bæturnar í Árbænum þar sem lögheimilið mitt væri dööh, hefði svo sem getað fattað það sjálfur.
Þannig að ég fór heim í Árbæinn í dag til þess að sækja um bætur hjá þeim, en þá er þetta orðið allt of seint og líklega fæ ég engar bætur fyrir apríl mánuðinn en það er ekki alveg víst.
Það asnalega við þetta mál er það að þegar ég fer í skólann í haust þá þarf að breyta lögheimilinu aftur og aðsetri til þess að fá dreifbýlisstyrkinn og svo þarf líklega að breyta þessu öllu aftur þegar ég er búinn með bekkinn og svo öllu aftur þegar ég fer í þriðjabekkinn, verð bara að segja að þetta er fokkings kjaftæði og ég þyrfti að hitta einhvern sem einhverju ræður í þessum efnum og segja honum það.
Ég veit að þetta var langt og leiðinlegt blogg en þér var nær að lesa það :Þ
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Tenglar
Fróðlegt og fræðandi
- Minn Geymur tékkið á þessu
- Freisting fyrir kokkana
- Fótbolti.net
- Árborg FC
- leikjanet
- Rauðahúsið
Aðrir
- Kristó
- Hrund
- Lilja bloggar einu sinni í mánuði
- Ragna Kristín bloggar annan hvern mánuð
- Tantra fjóla systir og vinkonur
- Godfellas dauð síða
- Action.is
- Godfellas
- Daði Már
- A-liðið
Fjölskyldan
Eldri færslur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vá ég nennti ekki að lesa þetta með húsaleigubæturnar því að ég er búin að heyra það nokkru sinnum áður. Nokkru sinnum, því að ég missi alltaf athyglina þegar þú byrjar að segja mér þetta. Svo að ég veit aldrei hvað málið er. Er ekki viss um að ég viti það ennþá, hehehe.
En gaman að fá almennilegt blogg. Bloggaðu svo sem oftast. Þú hefur ekkert betra að gera
Josiha, 24.4.2007 kl. 20:34
ÉG er búin að segja öllum sem heyra vilja að ég hafi farið að skoða brunan þarna á síðasta vetradag.... ég hef ekkert verið að segja hvað bróðir minn er mikill klaufi...kannski bara Hans klaufi En þetta var skemmtilegt ferðalag.
Mæja (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 20:39
já það er satt, ég hef ekkert betra að gera, var að spá að fara út að skokka, en svo kom þetta leiðinlega veður, þannig að það varð lítið úr því
mojo-jojo, 24.4.2007 kl. 20:53
Þú vildir lesa þetta.
Tómas Þóroddsson, 24.4.2007 kl. 21:57
váááá.. ég las þetta en mér leið eins og ég væri að lesa sögu um skák á dönsku.. skildi ekkert..!
en það er svolítið hjá okkur systkinunum.. Ég lenti nokkrum sinnum í því þegarég var í rvk að læsa mig úti, gleyma einhverju heima sem ég þurfti nauðsynlega að hafa.. og það var aðeins lengra að hlaupa heim en venjulega.. og svo já.. hversu oft ætli ég hafi misst af stætó...!?
Fjóla =), 25.4.2007 kl. 12:09
Hahaha... Fjóla fyndin.
GK, 26.4.2007 kl. 00:12
hahahahahaha.. Fyndin, Fjóla!!
Guðmundur Marteinn Hannesson, 28.4.2007 kl. 14:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.