Róleg helgi

Helgin var tekinn rólega í þetta skiptið, ég fékk frí frá Nordica bæði laugardag og sunnudag og ákvað að taka því rólega og fara heim í sveitina. Ég kom heim um hálf níu leitið og sá þá seinni helminginn af Árborg - Ægi þar sem mínir menn rúlluðu 6-0 yfir Ægi og voru 5 mörk skoruð í seinni hálfleiknum.
Um kvöldið var kíkt á félagana á Krúsina og þaðan var haldið á Peikerinn sem var jafn glataður og síðast þegar maður fór þangað, hlakka til að kíkja í Hvíta húsið þegar það verður opnað aftur, en þar á víst að koma fínn veitingastaður og pöb með pool og alles.
Laugardagurinn var leti og þynnkudagur, held barasta að ég hafi ekki gert neitt allan daginn, sem var ágætt.
Í dag er svo stefnan tekin á að fara á æfingu kl: 16 og svo er spurning um að kíkja í bíó í kveld, finnst samt eitthvað svo glataðar myndir í selfossbíó.

Ekkert fleirra að sinni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ég að skilja þetta rétt??.....fékkstu þér frí í vinnunni til að gera ekki neitt ?? eða varstu bara í fríi ??

Mæja (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 19:46

2 Smámynd: mojo-jojo

hehe ég átti að vera í fríi, en er vanur að vinna allar helgar

mojo-jojo, 30.4.2007 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Tónlistarspilari

Band of Horses - The Funeral

Höfundur

mojo-jojo
mojo-jojo
Ég er svarthvítur með hatt og sést bara á hlið

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Verklegumyndirnarmínar063[1]
  • hilton
  • 300706 146_bl
  • 300706 146_bl
  • 300706 146_bl

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband