Árborg Open

Þá er maður að skríða fram úr eftir heldur gott fyllirí.
Ég byrjaði Laugardaginn á því að fatta að ég átti eftir að gera allt fyrir þetta golfmót, redda mér kylfum, kúlum, tíum, áfengi og peningumHlæjandi. Og það kl:12 þegar mótið átti að byrja eitt, svo þegar maður var búinn að útréttast þetta allt þá fattaði ég að ég hafði gleymt vinningnum frá Rauðahúsinu heima þannig að það þurfti að snúa við útaf því. En Þetta sakaði ekki, því að þó að við mættum rétt fyrir þjú þá voru ennþá nokkrir á eftir okkur.

Þá að mótinu sjálfu, ég verð nú að segja að ég hafi bara staðið mig nokkuð vel týndi ekki nema 7 kúlum og kikksaði ekki nema svona 10-15 bolta Skömmustulegur(hehe hljómar illa en er mjög gott miðað við síðasta mót) og svo bjargaði ég meira að segja einni holu fyrir mitt team, en já ég gleymdi að taka það fram að við spiluðum eftir texas scramble kerfi eða sem sagt vanur og óvanur saman í liði. En aftur að holunni sem ég bjargaði þá var það þannig að bolti makkers míns lenti niður í einhverja drullu og órækt, þaðan sló hann síðan kúluna útí læk, en þá kom ég og tjippaði kúlunni upp á grínið og þar átti ég svo langt pútt sem stoppaði alveg við holuna og svo kláraði ég sjálfur, þetta tryggði okkur pari og jafnframt 3-6 sæti í mótinu.

Þá að fyllerýinu, flestir voru byrjaðir að sötra fyrir mót, fóru þó fyrst að taka á því þegar komið var á Örkina, þar var farið í sund, og toppaði Vallir Reynis auðvitað allt með því að hoppa í öllum fötunum sínum ofaní með veski og síma mjög gáfulegt, og síðan kárnaði gamanið heldur betur þegar hann hoppaði með heljarstökki ofan í heitapottinn með þeim afleiðingum að hann skallaði í kantinn og kalla þurfti á sjúkrabíl þar sem allt ennið á honum hafði rifnað upp. Það var svo farið með hann á spítala í bæinn þar sem kom í ljós að þetta væri ekki jafn alverlegt og það virtist vera. En síðan borðuðum þarna á Örkinni, get samt ekki sagt margt gott um matinn, kjúklingurinn var bragðlaus og rollubragð af lambakjötinu, það besta var kalt pastasalat sem var meiri háttar. Eftir Örkina fórum við í partý hjá Fyrirliðanum, síðan var farið á Pakkarann sem var alltof troðinn! og ekki líft inni, maður reyndi samt að skemmta sér enda Bjórbandið að spila og eitt mesta stemmnings bandið sem ég veit um, en ég fer samt alltaf í smá baklás þegar maður er að borga 1000 kall fyrir að vera fastur út í horni, hafa ekki möguleika að komast á barinn og hafa alla sullandi yfir sig sökum troðnings. Síðan var farið í pullarann sem var jafn troðinn svo ég hætti við það og fór heim.

En alls ekki misskilja að þetta hafi verið eitthvað leiðinlegt, bara spurning um að fara að takmarka eitthvað hvað megi hleypa inn í þetta Pakkhús. Þetta verður ekki lengra ég er farinn á KFC og ætla að fá mér zinger-tower borgaramáltíð umm nammUllandi

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Josiha

Þetta var fínt blogg. En þú gleymdir að segja frá því hvað þú fékkst í vinning! :-)

Josiha, 3.9.2006 kl. 20:26

2 Smámynd: mojo-jojo

hehe, já ég steingleymdi því, svei mér þar sem ég fékk besta vinninginn, það var þannig að eftir mótið voru dregnir út fullt af vinningum handa flestum þeim sem voru ekki í topp þremur sætunum, vinningarnir voru af ýmsum toga, t.d. miðar á monkey og 3000 kg af skötu sem átti víst að vera skata fyrir 3000 kr hehe, en ég vann svo helvíti fína AEG kaffivél.

mojo-jojo, 3.9.2006 kl. 22:11

3 Smámynd: Fjóla =)

ég er sammála um matin á örkini.. þegar við Jóhanna vorum þarna.. En jamm mér finnst nú bara að það ætti að koma eitt stik. skemmtistaður á Selfoss.. komin tími til.. þetta er alveg fáranlegt.. Pakkhúsið er "skemmtistaðurinn" fyir 6000manna bæ og þetta er bara svona.. kaffihús..!

Fjóla =), 3.9.2006 kl. 23:41

4 Smámynd: Josiha

Já OMG! Ætla sko aldrei að borða aftur á Örkinni!!! Það var einmitt rollubragð af lambakjötinu...svo fengum við bara e-ð súpukjöt - ekki alvöru lambakjöt. En það var ógeðslega gaman hjá okkur Fjólu, ekki satt? ;-)

Josiha, 4.9.2006 kl. 09:42

5 Smámynd: Fjóla =)

Gaman..!! haha.. ég á sko ALDREI eftir að gleyma þessu.. hvað við sulluðum mikið þegar við vorum að borða.. og u vast að reyna að láta mig éta skrautið á ísnum.. haha.!!

Fjóla =), 4.9.2006 kl. 14:26

6 Smámynd: Josiha

HAHAHAHAHA ÉG VAR BÚIN AÐ GLEYMA ÞVÍ!!HAHAHA :-D ÓGEÐSLEGA VAR ÞAÐ FYNDIÐ! ÉG NÁÐI NÆSTUM ÞVÍ AÐ GABBA ÞIG! HAHAHA :-D HVERNIG TEK ÉG CAPS LOCK-IÐ AF???

...DJÓK!

Josiha, 4.9.2006 kl. 21:38

7 Smámynd: mojo-jojo

Já skemmtileg umræða hef því miður engu við að bæta

mojo-jojo, 5.9.2006 kl. 00:15

8 Smámynd: GK

...ég fer samt alltaf í smá baklás þegar maður er að borga 1000 kall fyrir að vera fastur út í horni, hafa ekki möguleika að komast á barinn og hafa alla sullandi yfir sig sökum troðnings...

GÆTI EKKI VERIÐ MEIRA SAMMÁLA!

GK, 5.9.2006 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Tónlistarspilari

Band of Horses - The Funeral

Höfundur

mojo-jojo
mojo-jojo
Ég er svarthvítur með hatt og sést bara á hlið

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Verklegumyndirnarmínar063[1]
  • hilton
  • 300706 146_bl
  • 300706 146_bl
  • 300706 146_bl

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband