Vá...

...ég nenni bara ekki að blogga, eins og fáir lesendur þessarar síðu hafa væntanlega tekið eftir. En svona til þess að henda inn einhverjum fréttum af manni þá kemur smá færsla.

Í fréttum af mér er þetta helst: ég er fluttur úr Árbænum á Langholtsveginn þar sem ég keypti íbúð með Gumma bró. Ég er byrjaður í skólanum og er í öðrum bekk í matreiðslunámi MK. Ég er búinn að vera kvefaður í eina viku og vikunni á undan því var ég með einhverja lakk-óþols-veiki eftir að hafa lakkað alla glugga og léreft í íbúiðinni í ófullnægjandi loftræstingu, og lýsti það sér þannig að ég varð allur rauðflekkóttur og þurr í framan á undan þvi var ég þunnur í nokkra daga vegna menningarnætur, þannig alsherjar slappleiki og væll búinn að vera hjá mér.

En að jákvæðari fréttum, þá vorum ég og Daði Már að enda við að bursta Gumma bró og Heiðar í Fifa 2007 og hefur ekki annað sést lengi, stærsti sigurinn var 8-2 W00t.

Ekkert fleirra að frétta að sinni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Marteinn Hannesson

komst að því í kvöld að Fifa sökkar

Guðmundur Marteinn Hannesson, 6.9.2007 kl. 23:48

2 Smámynd: Josiha

Kemurðu ekki á morgun?

Og fórstu til læknis útaf lakkinu? Líst ekkert á þessa lýsingu hjá þér, kæri bróðir!

Josiha, 7.9.2007 kl. 02:22

3 Smámynd: Anna Sigga

 Til hamingju bræður, með íbúðina ykkar   Ekki svo mikið til hamingju með krankleika þína

Anna Sigga, 7.9.2007 kl. 09:01

4 identicon

ÉG var að spá.....léreft...hvernig lakkar maður léreft ?? Ég hélt að léreft væri efni sem maður saumar úr alskonar. ... Ertu að meina hurðakarma sem heita líka gerefti..???

Var bara svona að velta þessu fyrir mér. Kannski varstu að lakka léreft !!

Mæja (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 11:24

5 Smámynd: mojo-jojo

Gummi: Nei varst það ekki bara þú ;P

Josiha: nei, ég var að vinna alla helgina, og ég fór ekki til læknis þar sem ég er orðinn betri, þakka þér fyrir hugulsemina

Anna Sigga: takk fyrir það

Mæja: Hehe jú þetta voru gereft ruglaðist aðeins í þessu, ætli lakk eitrunin hafi ekki ruglað mig eitthvað í hausnum, þú verður svo að kíkja í heimsókn við tækifæri og skoða íbúðina, ég er alltaf heima eftir 5 á virkum dögum

mojo-jojo, 9.9.2007 kl. 16:18

6 Smámynd: Fjóla =)

þú ættir ð blogga oftar.. en á kiki í heimsókn í næstu viku..:)

Fjóla =), 14.9.2007 kl. 11:49

7 Smámynd: mojo-jojo

veit það ekki, kannski þarf ég að koma á sunnudaginn, en stoppa þá bara stutt,

nenni bara ekki að blogga.

mojo-jojo, 17.9.2007 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Tónlistarspilari

Band of Horses - The Funeral

Höfundur

mojo-jojo
mojo-jojo
Ég er svarthvítur með hatt og sést bara á hlið

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Verklegumyndirnarmínar063[1]
  • hilton
  • 300706 146_bl
  • 300706 146_bl
  • 300706 146_bl

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband