22.10.2007 | 22:35
Mín hlið á málinu ... sú rétta
Er Gummi Þroskaheftur?
Við bræðurnir erum búnir að standa í ströngu frá því í gærkvöldi. Það byrjaði í gær þegar við vorum að fara úr sveitinni í rvk. Þá tók ég uppá því að bomba fýlusprengjum í bílnum og læsti rúðunum þ.a. að Gummi gat ekki opnað gluggana. Gummi dó ráðalaus, enda var lyktin slík. Ég ákvað að opna hurðina uppá gátt á fullri ferð til þess að fá frískt loft. Gummi fór að grenja.
Síðan þegar í við vorum komnir í Rvk, þá ætlaði Gummi að hefna sín og hljóp á undan mér inn í íbúðina og læsti mig úti. Þegar á þessu stóð kom Heiðar að okkur og gat ekki annað en hlegið að Gumma. Enda sjaldséð að maður í háskóla skuli láta svona. Síðan hleypti hann mér inn, enda orðinn skíthræddur um afleiðingar gjörða sinna. Um leið og ég komst inn tók ég eina sniðglímu á hann og henti honum í gólfið og sló hann með blautum sokk. Svo pissaði Gummi í sig og steig í hlandið af sjálfum sér og varð votur. Hann fór svo hnuggin í háttinn.
Síðan ætlaði ég að stríða honum í dag þegar hann kom úr skólanum og þykjast loka hann úti, hann var svo hræddur um að þurfa að standa úti og verða meira votur, enda hafði hann fengið nóg af því deginum áður, að hann faldi sig í görðum og fór krókaleiðir í átt að blokkinni okkar og endaði svo með að detta og meiða sig og grenja eins og smástelpa, ég reyndi að hugga hann en hann reyndi þá að hrækja á mig. Þar sem Gummi var ekki lengur húsum hæfandi þá ákvað ég að geyma hann úti. Eftir dágóða stund þá grátbað hann mig um að hleypa sér inn og sagðist sjá eftir öllu saman. Ég ákvað að fyrirgefa honum eins og góður kristinn maður og hleypti honum inn. En þá reyndist Gummi vera úlfur í sauðagæru og tók hann sængina mína og henti henni út. Ég gat ekki fært neinar varnir gegn þessu enda alveg hlessa á þessu öllu saman. Síðan bjó ég til banana shake handa Gumma sem hann vildi ekki drekka og fór hann því í vaskinn.
Ef einhver trúir ekki þessari sögu þá svara ég þeim með tilvitnun úr Simpsons:
"You belived his cock and bull story"
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:36 | Facebook
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Tenglar
Fróðlegt og fræðandi
- Minn Geymur tékkið á þessu
- Freisting fyrir kokkana
- Fótbolti.net
- Árborg FC
- leikjanet
- Rauðahúsið
Aðrir
- Kristó
- Hrund
- Lilja bloggar einu sinni í mánuði
- Ragna Kristín bloggar annan hvern mánuð
- Tantra fjóla systir og vinkonur
- Godfellas dauð síða
- Action.is
- Godfellas
- Daði Már
- A-liðið
Fjölskyldan
Eldri færslur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gummi er kelling
kv.kristo
Kristó, Gunnar og týndi Hlynkurinn, 22.10.2007 kl. 22:45
hehehe... aðeins meiri kópering af mínu bloggi, nema þú ert búinn að ýkja það sem skeði.
Guðmundur Marteinn Hannesson, 22.10.2007 kl. 22:52
Haha mér finnst Gumma frásögn trúverðugri. Gott að fá báðar hliðarnar samt :)
Rúnar Steinn (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 22:58
Þið ættuð að gefa út bók með uppátækjunum ykkar!
Josiha, 22.10.2007 kl. 23:02
Eitthvað efast ég um að þetta hafi verið banana shake...
Daði Már Sigurðsson, 23.10.2007 kl. 08:20
Vá frábært comeback... ha ha ha...
Anna Sigga, 23.10.2007 kl. 10:49
þetta var allt saman svindl..! er það ekki?
Fjóla =), 23.10.2007 kl. 11:15
Ég verð nú að segja það.....ég trúi sögunni hans Gumma frekar.
En gott að það sé svona mikil stemming á Langholtsveginum.
Mæja (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 22:39
Þessi útgáfa sögunnar er algjör snilld. Sérstaklega af því að maður veit að hún er byggð á lygum...
GK, 24.10.2007 kl. 18:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.