Tja...

Föstudagskvöld, og allt stefnir í eitthvað skrall eins og vanalega. Var alveg rosalega duglegur áðan, en ég tók mig til og fór með flöskur, dagblöð og fernur í endurvinnslu, þvílíkt afrek. Fékk svo 2000 kr. fyrir fór út í Vínbúð og Hagkaup og keypti allt tilheyrandi fyrir Mojito, (veit ekki hvort þetta er rétt skrifað). Ef reyndar aldrei blandað svona áður, en ég er bara orðinn þreyttur á að vera synjað um þennan drykk á flestum börum bæjarins, af þeirri einföldu ástæðu að barþónar nenna ekki að búa þetta til, (Vitnun í barþón á Hressó).

Sá skemmtilega uppákomu í kringlunni í dag, tveir blökkumenn fóru að rífast og kallaðir voru út 3 lögreglubílar með 6 lögreglu mönnum, þeir náðu að yfirbuga mennina tvo sem veittu enga mótspyrnu. (Ég var reyndar fyrir utan kringluna þegar þetta skeði og sá bara þegar þeim var hent inn í bíl, en heyrði restina frá fólki sem sá atburðinn). Það var víst tilkynnt til lögreglu að annar maðurinn væri með hníf á sér, en það var óstaðfest.
Svo lítið fyndið að öryggisvörðurinn sem tilkynnti átökin var aðalnördið í Nörda-þáttunum á skjáeinum, þessi sem fór á deit með einhverri þvílíkri skutlu sem talaði útlensku. Mér skilst að hann sé með svarta beltið í jutisu eða einhverju sjálfsvarnarrugli, frekar svalt verð ég að segja.

Ekkert fleirra að sinni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Josiha

Mojito, er það ekki stelpudrykkur?

Og þetta með blökkumennina í Kringlunni - eru þetta ekki bara pjúra fordómar?

En hvernig væri að kíkja einhvern tíman niðri í sveit og minnka aðeins þetta skrall?

Josiha, 10.11.2007 kl. 01:58

2 Smámynd: mojo-jojo

nei nei þetta er ekki stelpudrykkur, ekki eftir að Colin Farrel var að þamba þetta í Miami Vice.

Fordómar? blökkumenn? er það ljótt orð, er það ekki skárra en að segja svertingi?

Já það væri ágætt ef ég kæmist meira nirði í sveit, en það er bara eitthvað svo mikið að gera hjá manni

mojo-jojo, 10.11.2007 kl. 19:32

3 Smámynd: Josiha

Nei, ég er að meina vegna þess að það var kallað á lögguna. Fólk varð örugglega hrætt því að þetta voru svartir menn. Ef þetta hefðu verið hvítir menn hefði fólki verið meira sama. Annars veit ég ekkert um hversu alvarlegt þetta var. Þetta er bara svona smá pæling

Josiha, 11.11.2007 kl. 12:25

4 Smámynd: Guðmundur Marteinn Hannesson

hljómar amk eins og fordómar...

Guðmundur Marteinn Hannesson, 12.11.2007 kl. 19:08

5 Smámynd: GK

Rasistaþras...

GK, 18.11.2007 kl. 22:59

6 Smámynd: GK

Þú getur breytt nafninu þínu úr Mojo-Jojo í Mojito-Joe!

GK, 18.11.2007 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Tónlistarspilari

Band of Horses - The Funeral

Höfundur

mojo-jojo
mojo-jojo
Ég er svarthvítur með hatt og sést bara á hlið

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Verklegumyndirnarmínar063[1]
  • hilton
  • 300706 146_bl
  • 300706 146_bl
  • 300706 146_bl

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband