14.10.2006 | 16:52
Þrír fræknu fóru á Geysir og lentu í árekstri
Nú er maður nýrisinn úr rekju kl: 15.00 og í hausnum kvikna blendnar minningar um gærkveldið, sumar eru góðar, eins og ferð okkar Gumma Kalla og Nínnós á Hótel Geysir og aðrar ekki jafn góðar eins og að lenda í árektsti þar sem deilumál er hvor var í rétti og kalla þurfti lögreglu til. En byrjum á Hótel Geysi. Við þremenningarnir erum búnir að stofna matarklúbb þar sem markmiðinn eru að fara um landið (suðurlandið og höfðuborgarsvæðið) og kynna okkur mat og drykk á hinum ýmsu veitingastöðum, og er það pæling að við leggjum penning í sjóð mánaðarlega og fórum eitthvert til útlanda að borða (er ekki viss um að því verði fylgt eftir). Fyrsti áfangastaður okkar var Hótel Geysir, ferðin byrjaði ekkert allt of vel þar sem við bókuðum borð kl: 21.30 sem var síðan ekki í lagi þar sem eldhúsið lokar kl:21, en það kom í ljós þegar klukkan var orðin hálf níu og við ekki lagðir af stað, þannig að við áttum að gjöra svo vel að drífa okkur af stað og að reyna að ná sem besta tíma á meðan þjónninn okkar sem er kærasta Ninnós myndi reyna að halda kokkunum inní eldúsi, aksturinn var soldið glæfralegur sem ég sem driver sá um og var aðeins farið yfir leifðan hámarkshraða. En við komumst heilu og höldnu á staðinn þrátt fyrir tvo afspyrnulélega co-drivera. Þá að matnum, við fórum allir í þriggja rétta máltíð með víni og tilheyrandi. Ég fékk mér: sjávarréttarsúpu-grænpiparsteik með dijon-pönnukökuterta, GKS fékk sér: hrefnu-carpaccio-hreindýrasteik-skógarberjaís og Ninnó fékk sér: saltfiskstrimla með tempura-þorsk með humarhölum- súkkulaðifrauð með ís. Maturinn var misgóður, súpan mín var bara svona venjuleg karrísúpa samt ágæt, steikin var ekkert spes og greinilega ekki um ferskt hráefni um að ræða og pönnukökutertan var allt í lagi. Hitt var líka svona upp og ofan, en GKS var ánægður með hreindýrið og eftiréttin og Ninnó var ánægður með humarhalana sína. Eftir mat þá bað Ninnu kellu sína að ná í Bjarka yfirkokk sem var ennþá á staðnum en þeir sem ekki vita þá er hann landsliðsþjálfari okkar í matreiðslu, hann kom framm og ég verð að viðurkenna varð soldið eins og lítill skólastrákur, en það leið hjá og við spjölluðum um matargerð, og eftirréttarmenningu Íslands og um það að fá mig í vinnu eitthvert sumarið í svona mánuð til að sjá hvernig þarna er, allt saman mjög fróðlegar og skemmtilegar umræður. En ekki meira um það, næst að árekstrinum.
Þegar við komum heim þá var ætlunin að kíkja aðeins á Pakkarnn og Kaffi Krús. En við komumst ekki langt þar sem við lentum í árekstri. Áreksturinn varð þannig að við vorum að keyra eftir Austurveginum frá hringtorginu og vorum að fara á pakkarann, á undan okkur er jeppi sem ekur vinstra meginn á veginum og virðist ætla að keyra áfram, við beygjum í átt að pakkaranum en þá beygir jeppinn í veg fyrir okkur án þess að gefa neitt stefnuljós og lendum við í hliðin á jeppanum. Ökumaður jeppans stígur út og kemur í ljós að þetta er bara einhver smástelpa sem að ég er 99% vissu um að sé aðeins 17 ára og pottþétt á bíl pabba síns. Hún ásamt 3 strákum sem með henni voru í för héldu því fram að þau hafi verið í rétti og að við höfðum keyrt aftan á þau. Þessu vorum við ekki sammála svo kalla þurfti til lögguna. Eftir langa skýrslutöku þá ætluðum við á Krúsina en það var búið að loka henni svo sumir af okkur fóru heim og aðrir þar á meðal ég fórum á Pakkarann sem var ágætur en samt ekkert spes eins og við var að búast en reyndar hafði áreksturin aðeins slegið á vímuna. Svo vaknaði ég morgunn við vondann draum þegar ég sé hversu mikið sést á bílnum en brettið er beyglað, stöðuljósið brotið, og stuðarinn líklega ónýtur. Það er ,,gaman" að taka það fram að þetta er þriðja skiptið á einu ári sem þessi bíll lendir í tjóni og allt á sama staðnum (hin skiftin var bíllinn kyrrstæður og bakkað á hann).
Þetta er orðinn soddan langloka hjá mér, ég tók meira að segja eitt matarhlé í miðju bloggi!
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Tenglar
Fróðlegt og fræðandi
- Minn Geymur tékkið á þessu
- Freisting fyrir kokkana
- Fótbolti.net
- Árborg FC
- leikjanet
- Rauðahúsið
Aðrir
- Kristó
- Hrund
- Lilja bloggar einu sinni í mánuði
- Ragna Kristín bloggar annan hvern mánuð
- Tantra fjóla systir og vinkonur
- Godfellas dauð síða
- Action.is
- Godfellas
- Daði Már
- A-liðið
Fjölskyldan
Eldri færslur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Og var löggan bara hress?
mæja (IP-tala skráð) 14.10.2006 kl. 23:44
Já hún var rosa hress, soldið græn líka, þar sem hún lét færa bílana áður en hún tók mynd af slysstaðnum.
mojo-jojo, 14.10.2006 kl. 23:49
...og hvað sagði löggimann? Að þú værir í rétti?
Daði (IP-tala skráð) 16.10.2006 kl. 08:45
þetta er nú meiri steipan.. langar að vita hver var að keyra..!
Fjóla =), 16.10.2006 kl. 17:35
Löggimann sagði ekkert, og það var Gunnar tvíbbi sem var að keyra bílinn minn, ég er núna að í því að skrifa smá vitnisburð sem ég læt fylgja tjónaskýrlsunni, það á víst að hjálpa ef þetta þarf að fara fyrir nenfd sem að stefnir í.
mojo-jojo, 16.10.2006 kl. 22:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.