7.4.2008 | 11:07
Hvað er í gangi?
Nú eru kvikmyndahúsin búinn að hækka verðið hjá sér aftur og kenna launahækkunum um. Sem er reyndar skiljanlegt þar sem þeir gátu ekki kennt Dollaranum um núna en krónan hefur einmit verið að styrkjast gagnvart honum. Sem ætti auðvitað að að þýða lækkun á miðaverði, en eins og almenningur hefur eflaust áttað sig á þá er menn mun fljótari að hækka verð út af gengisbreytingum frekar en að lækka það.
Ég vil líka vekja athygli á því sem ég var að átta mig á í gær, en það er að nú á allt að hækka, ekki bara bensín, bíó og matur heldur einnig allar vörur í apótekum, t.d. var ég að kaupa umbúðir í gær á sár sem ég er með, það stóð í hillunni að þær ættu að kosta 169 kr. sem er ásættanlegt, en þegar ég kom á kassann þá var verðið búið að breytast í tæpan 300 kr.! þar sem afgreiðslustúlkan var almennileg þá lét hún mig borga gamla verðið en það eru lög að verðið á hillunni stendur, þannig ef þú lesandi góður verður var við misræmi af hilluverði og þegar kemur á kassann þá átt þú réttinn.
Svo lítið skondið að það sé hægt að hækka launin hjá manni og allt annað um leið og kenna svo launahækkuninni um!
Verð bíómiða að hækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Tenglar
Fróðlegt og fræðandi
- Minn Geymur tékkið á þessu
- Freisting fyrir kokkana
- Fótbolti.net
- Árborg FC
- leikjanet
- Rauðahúsið
Aðrir
- Kristó
- Hrund
- Lilja bloggar einu sinni í mánuði
- Ragna Kristín bloggar annan hvern mánuð
- Tantra fjóla systir og vinkonur
- Godfellas dauð síða
- Action.is
- Godfellas
- Daði Már
- A-liðið
Fjölskyldan
Eldri færslur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Laun hækka alltaf eftir áramót og þess vegna hækkar allt líka. Þannig að þessi launahækkun er bara djók.
En rétt hjá þér með hilluverðið. Það er það sem gildir. Verst hvað margt afgreiðslufólk veit það ekki...
Josiha, 7.4.2008 kl. 13:08
ég vona þín vegna að þú hafir hamstað svolítið af þessum plástrum.. nýta þér verðið.. því að það er ekki ósjaldan sem þú meiðir þig..!! alltaf að skera þig og e-ð.. starfið þitt ætti að teljast sem áhættustarf..;)
Fjóla =), 7.4.2008 kl. 14:53
maður þarf oft að hafa vit fyrir afgreiðslufólki, og reyndar hamstraði ég ekki, því það er það sem ,,the man" vill að maður gerir. Mér finnst að maður eigi að líta öðruvísi á hlutina. T.d. ef bensín fer hækkandi, ekki fylla á auka bensín brúsa, heldur nota bílinn minna. Ef matur hækkar, þá verður maður bara að reyna vera praktískari, elda meira, kaupa minna ruslfæði og tilbúnum mat, og með bíóverðið, þá ætla ég að fara á myndir sem ég fæ afslátt á, fara líka sjaldnar í bíó og smygla nammi og gosi inn
mojo-jojo, 7.4.2008 kl. 16:36
En hvernig græða þeir þegar flesta nýlega myndir eru bara að fylla hálfan sal?
Nefna bara dollarann þegar hann hækkar. Nú er verðið helmingi hærra en þegar dollarin var 120 kr. Tölur ljúga ekki!
Geiri (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 19:46
Hehehe... hafði fyrirlesturinn sem ég hélt á miðvikudaginn/fimmtudaginn um sparnað sem sagt einhver áhrif?
Josiha, 7.4.2008 kl. 23:58
Góður Jói í kommenti 3 :) þú ert snjallur maður :D :D
Anna Sigga, 8.4.2008 kl. 09:43
Íslendingar ættu kannski að fara fram á launalækkanir...
GK, 9.4.2008 kl. 00:04
reglurnar eru ekki svona... Það var áður fyrr að það sem stóð gilti en það er búið að breyta því! Ef þú getur sannað fyrir viðkomandi að öll( eða meirihlutinn) stykkin séu ekki á þessu verði þá stenst kassaverðið. Þetta er gert til að fólk sé ekki að skipta á verðmiðum til að fá eitthvað ódýrara!
Stebbi (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 08:40
Stebbi minn. Ertu ekki að grínast með þetta komment? Það er aldrei þannig að það stendur bara einhver tala fyrir neðan vöruna. Það er alltaf strikamerkið með. Og strikamerkið er það sama og er á vörunni. Ég geri það t.d. alltaf þegar mér finnst e-ð skuggalega ódýrt, að bera saman strikamerkið á vörunni og strikamerkið sem er á verðmiðanum. Ath. hvort það passi ekki örugglega saman. Þannig að jú, víst gildir þessi regla.
Josiha, 9.4.2008 kl. 23:59
já strikamerkið segir verðið, en t.d ef þú ferð og kaupir jakka einhverstaðar og það stendur allstaðar 9.990 á öllum jökkunum. verðmiðinn segir það, en nema einn því hann hefur verið óvart merktur 1990. Þú tekur jakkann ferð með hann a kassann, og hann stimplast inn 9990 þá geturu ekki sagt. Hey ég á að fá hann á 1990. Reglan virkar þannig...ef ég sem starsmaður get sýnt þér að þetta sé bara ein mannleg mistök og þetta sé eini jakkinn með þessu verði. það er oft verðlimmiði a strikamerkinu
stebbi (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 19:24
Þetta er tekið af síðu neytendastofnunar. getur flett þessu sjálf upp...
"
Rangt verð á sölustað
Þannig að það er ekki regla, en við gefum fólki oftast verðið sem er á vörunni.... en við erum ekki skyldug;)
stebbi (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 19:36
Já okei, ég var ekki að hugsa um fötin sem eru bara með einhverjum verðmiða. Var meira að hugsa um matvöruna sko Mér finnst einmitt þessi regla ekki eiga rétt á sér þegar er verið að tala um föt. Ef þau eru bara merkt með einum litlum miða. Þá er líka svo auðvelt að fólk misnoti þetta, setji viljandi vitlausan miða á flíkina til að fá hana ódýrari. Bottom line-ið er allavega að mér finnst þessi regla ekki ná yfir föt
Josiha, 11.4.2008 kl. 22:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.