Já nú er það svart!

Nú hef ég nóg til að tuða og væla yfir! ...meira en vanalega meira að segja.

Um þessar mundir er verið að gera við klósettið hjá mér, en sú viðgerð er komin á þriðja dag, meðan er ekki hægt að gera þarfir sínar hér né þrífast, þannig að ég er búinn að liggja sveittur í mínum eigin saur. Svo í þokkabót var vatnið tekið af í dag vegna viðgerðarinnar sem hefði ekki þurft ef sambýlisíbúðin fyrir ofan mig hefði leyft að taka vatnið klósettinu hjá sér, en þar sem þetta lið er mikið þroskaheft (í alvöru er ekki að gera grín) þá skildi það ekki hvað var verið að biðja um þannig taka þurfti vatnið af allri blokkinni, hehe.

Svo er ég líka fárveikur og væri til í að hita mér te, en get það ekki vegna vatnsleysis, svo er ég búinn að tína öðrum inniskónum mínum og skemma ryksuguna.

Til að toppa þetta allt, þá var brotist inn í geymsluna í sameigninni fyrir skömmu og hjólum okkar Gumma stolið, (nota bene, þá eru tvö ólæst hjól alltaf fyrir utan húsið sem voru látin í friði). Tryggingarnar segja að sjálfsábyrgðin sé 20 þús kall sem er líklega samanlegt verðmæti hjólana, þó svo að Gumma hjól sem hann er með í láni frá Jóhönnu siss hafi kostað 40 þús fyrir 13 árum, en þetta er allt saman í vinnslu.

Annars segi ég bara allt fínt W00t (þessi kall á að þíða að ég sé crazy)


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Sigurðarson

hehe ég hafði það varla á samviskunni að skilja þig svona eftir í gær, og ég sé að þetta er bara mun verra núna, eins gott að þetta verði komið í lag á sunnudag, annars verð ég brjálaður

;)

Ragnar Sigurðarson, 11.9.2008 kl. 17:13

2 Smámynd: mojo-jojo

já klárlega, en nýjustu fréttir herma að þetta verði samt ekki klárt í dag, heldur á morgunn

mojo-jojo, 11.9.2008 kl. 17:42

3 Smámynd: Josiha

Æj þetta er nú meira ástandið! Geturðu ekki kúkað í fötu? Og hvar pissarðu eiginlega????

En mundu að myrkrið er svartast rétt áður en sólin kemur upp

Josiha, 11.9.2008 kl. 21:34

4 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Þú ert í djúpum skít Jói minn!

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 12.9.2008 kl. 00:17

5 Smámynd: Guðmundur Marteinn Hannesson

hvaða rugl er það samt að brjótast inn í sameignina :S

Ég hef það annars mjög gott í algjörri lúxus svítu á hótel Central í Shanghai :D

Guðmundur Marteinn Hannesson, 12.9.2008 kl. 11:16

6 Smámynd: Ragnar Sigurðarson

djöfull er þessi gummi þarna leiðinlegur

;)

Ragnar Sigurðarson, 12.9.2008 kl. 11:59

7 Smámynd: Fjóla =)

haha

Fjóla =), 12.9.2008 kl. 21:55

8 identicon

ahahahahahahhahahahah

hahahhahahahahhahahah

Gummi..hver ?

Jói...hvernig er semmarinn ?

hahhahahahahahah

Mæja (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Tónlistarspilari

Band of Horses - The Funeral

Höfundur

mojo-jojo
mojo-jojo
Ég er svarthvítur með hatt og sést bara á hlið

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Verklegumyndirnarmínar063[1]
  • hilton
  • 300706 146_bl
  • 300706 146_bl
  • 300706 146_bl

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband