Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
19.3.2007 | 21:48
Ég er orðinn Árbæingur
Fyrir þá sem ekki vita þá er ég kominn með íbúð út í Hraunbæ í Árbænum með honum Kalla félaga mínum. Íbúðin er rúmgóð eða í kringum 90 fm, en hún samt soldið sjúskuð, það er að segja, eldhúsinnréttingin er ljót gólfin blettótt, nokkrir gluggar ólokanlegir og veggir götóttir. En þetta er samt hin þokkalegasta íbúð, við ætlum að skella málingu á veggina og á eldhúsinnréttinguna. Ég tók mig til á sunnudaginn að spasla í öll göt sem ég fann, viðurkenni alveg að það hefði alveg verið hægt að gera þetta betur en veggirnir eru allavega skárri núna, síðan vonast ég til að Kalli klári að teipa í dag og svo getum við farið að mála á þriðjudag.
En svona aðeins að helginni, þá var ég að vinna auka bæði á föstudag og á laugardag og það var alveg brjálað að gera, svo lenti ég í því á föstudagskvöldið að vera læstur úti hjá Gumma bró þar sem ég gisti þar til íbúðin er kominn í smá stand, svo þegar ég ætla að hringja í hann Gumma þá fatta ég að síminn minn sé rafmagnslaus og þarf ég að fara út á næstu bensín stöð til þess að hringja í hann, eftir að hafa gert það og fengið þá skíringu að bæði Gummi og Stebbi sem leigir með honum séu út í sveit og ég sé læstur úti með enginn hrein föt og enga gistingu, þá tók ég mér smá tíma og hugsaði hvað ég gæti gert í málinu.
Þá datt mér í hug að vekja Mæju systur 12 um nótt og biðja um gistingu, hún leyfði mér það og gisti ég í rúmmi dóttur systur minnar sem verður 5 ára á miðvikudaginn.
Mojo kveður að sinni.
7.3.2007 | 22:41
Reykjavík.
Þá er maður búinn með fyrsta alvöru daginn á Nordica (sem var í gær), og ég get svarið það að þegar ég vaknaði í gærmorgunn þá var gjörsamlega allt að mér: ég var með hálsbólgu, með sýkingu í putta og blöðru og tognaðann ökkla . Þannig að ég er helvíti feginn að vera í tvo daga í fríi til þess að jafna mig.
Dagurinn gekk vel þrátt fyrir að vera fjölfatlaður, ég var settur niður í baguette eldhúsið sem er svona veislueldhús, þar mun ég vera til að byrja með og svo færist maður upp í bistroið og síðan upp á Vox. Mér finnst það fínt að byrja þarna, þetta er alveg nýr heimur fyrir mig og eiginlega meira framandi en Vox.
Núna er ég að leita mér að íbúð til leigu, og hvað er eiginlega málið með verðið á þessu. Ég er búinn að vera að skoða 3 herbergja íbúðir, þar sem við ætlum að vera tveir að leigja saman, og það ódýrast sem ég finn er 90 þús kall og það er í efra Breiðholti, þar sem maður getur bókað að vera laminn svona allavega einu sinni í mánuði.
Ef einhver veit ódýra íbúð til leigu, hafið þá vinsamlegast samband
1.3.2007 | 16:37
Jæja...
...soldið síðan ég bloggaði síðast, og það er margt að frétta!
Það síðasta sem skrifaði um mig var þegar ég varð 22 ára, síðan þá þá hef verið að hugsa mig um hvað ég sé að gera í lífinu, og það að ég búi ennþá heima hjá mér og það að ég sé ennþá að vinna á Rauða húsinu sem hefur í sjálfu sér verið ágætt en ég hef í frekar langann tíma fundist ég vera staðnaður þar en hef aldrei lagt í það að gera neitt í því.
En núna er von á breytingum, í síðustu viku þá fór ég í prufu á Hótel Nordica og mér leist bara mjög vel á það sem var í gangi, flottur matur, skemmtilegt andrúmsloft o.s.frv. Síðan talaði ég við yfirkokkinn á miðvikudaginn og hann vill fá mig á samning sem fyrst og er ég að öllum líkindum að byrja á honum í næstu viku ef allt lofar, núna þarf ég bara að finna leið til þess að geta keypt íbúð en það virðist vera þrautinni þyngri fyrir nema sem hafa í kringum 130 þús kall á mánuði, en ég hef alla trú á að það reddist.
Ekkert fleirra að sinni.
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Tenglar
Fróðlegt og fræðandi
- Minn Geymur tékkið á þessu
- Freisting fyrir kokkana
- Fótbolti.net
- Árborg FC
- leikjanet
- Rauðahúsið
Aðrir
- Kristó
- Hrund
- Lilja bloggar einu sinni í mánuði
- Ragna Kristín bloggar annan hvern mánuð
- Tantra fjóla systir og vinkonur
- Godfellas dauð síða
- Action.is
- Godfellas
- Daði Már
- A-liðið
Fjölskyldan
Eldri færslur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar