Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
11.9.2008 | 16:14
Já nú er það svart!
Nú hef ég nóg til að tuða og væla yfir! ...meira en vanalega meira að segja.
Um þessar mundir er verið að gera við klósettið hjá mér, en sú viðgerð er komin á þriðja dag, meðan er ekki hægt að gera þarfir sínar hér né þrífast, þannig að ég er búinn að liggja sveittur í mínum eigin saur. Svo í þokkabót var vatnið tekið af í dag vegna viðgerðarinnar sem hefði ekki þurft ef sambýlisíbúðin fyrir ofan mig hefði leyft að taka vatnið klósettinu hjá sér, en þar sem þetta lið er mikið þroskaheft (í alvöru er ekki að gera grín) þá skildi það ekki hvað var verið að biðja um þannig taka þurfti vatnið af allri blokkinni, hehe.
Svo er ég líka fárveikur og væri til í að hita mér te, en get það ekki vegna vatnsleysis, svo er ég búinn að tína öðrum inniskónum mínum og skemma ryksuguna.
Til að toppa þetta allt, þá var brotist inn í geymsluna í sameigninni fyrir skömmu og hjólum okkar Gumma stolið, (nota bene, þá eru tvö ólæst hjól alltaf fyrir utan húsið sem voru látin í friði). Tryggingarnar segja að sjálfsábyrgðin sé 20 þús kall sem er líklega samanlegt verðmæti hjólana, þó svo að Gumma hjól sem hann er með í láni frá Jóhönnu siss hafi kostað 40 þús fyrir 13 árum, en þetta er allt saman í vinnslu.
Annars segi ég bara allt fínt (þessi kall á að þíða að ég sé crazy)
1.9.2008 | 15:19
Allt í lagi ...
... að vara við busavígslum, en alls ekki fella þær niður, bara gaman að bregða á smá sprell og um leið kynnast busarnir eldri nemum skólans. Þegar ég var busi sá maður að vissir einstaklingur voru teknir eitthvað sér fyrir, en í flestum tilvikum var það frekar saklaust. Þetta fer fyrst og fremst eftir einstaklingunum sem eru böðlar og fynnst mér soldið asnalegt að hver sem er á 3 ári getur orðið það, finnst að nemendaráðið ætti frekar að velja ákveðna einstaklinga í þetta, setja einhverjar reglur um hvað megi gera og þá ætti þetta ekki að vera neitt vesen.
Það er alveg klárt mál að einn og einn hálfviti á meðal böðlana getur sett svartan blett á allan hópinn og jafnvel smitað út frá sér þannig að vígslan fari úr böndunum.
En hvað um það, sjálfum fannst mér busavígslan hjá mér frekar langdregin og leiðinleg og ekkert sérstakt gert við mann, vanntaði eitthvað skipulag á þetta allt saman.
Varað við busavígslum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Tenglar
Fróðlegt og fræðandi
- Minn Geymur tékkið á þessu
- Freisting fyrir kokkana
- Fótbolti.net
- Árborg FC
- leikjanet
- Rauðahúsið
Aðrir
- Kristó
- Hrund
- Lilja bloggar einu sinni í mánuði
- Ragna Kristín bloggar annan hvern mánuð
- Tantra fjóla systir og vinkonur
- Godfellas dauð síða
- Action.is
- Godfellas
- Daði Már
- A-liðið
Fjölskyldan
Eldri færslur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar