Leiðinlegast í heimi...

... er að taka til í herberginu sínu.

Það hafði staðið lengi til að kaupa kommóðu og taka til í herberginu, þegar ég meina taka til, þá er ég að tala um að taka í gegn skápinn minn, skrifborðið mitt sem þurfti að tæma og koma út í bílskúr þar sem það er ekki pláss fyrir það þegar kommóðan er komin inn. Svo þurfti að hreynsa veggina mína af drasli sem ég hef hengt upp yfir 15 ára tímabil, t.d. hékk eitthvað papparmasa verk gert úr mjólkurfernu sem ég gerði í fyrsta bekk upp á vegg, sem átti að vera tígrisdýr minnir mig allavega. S

Ég þreif einnig veggina, gólfið, gluggakistuna og bara allt sem var inn í herbergi, svo var ég með fötu fulla af sápuvatni sem ég notaði í að þrífa, sem hvolfdist þegar ég var að færa rúmmið mitt og rakst ég í hana og fyllti herbergið af vatni sem tók svona korter að þurrka upp.

En jæja allt í allt þá var ég sirka 6 KLUKKUTÍMA að þessu og núna er þetta bara orðið helvíti flott. Það vanntar bara að kaupa einhverja hillu til þess að hengja á vegg þar sem draslið úr skrifborðinu vanntar samastað.

Svei mér þá, ég held bara að leiðindin við að lesa þetta blogg jafnist næstum á við þessa tiltekt

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GK

Ég held að það sé ekki grín að þú (eða mamma þín) tók síðast til í herberginu þínu þegar þú varst 12 ára...

GK, 15.1.2007 kl. 23:44

2 Smámynd: mojo-jojo

hehe gæti verið

mojo-jojo, 16.1.2007 kl. 00:12

3 Smámynd: Fjóla =)

hehe.. já.. tími til að taka til í herberginu.. en ég er alveg að sjá það fyrir mér hvernig viðbröðgin hafa verið  hjá þér þegar þú heltir niður vatninu..!! hahaha...

Fjóla =), 16.1.2007 kl. 15:01

4 Smámynd: Fjóla =)

hehe.. já.. tími til að taka til í herberginu.. en ég er alveg að sjá það fyrir mér hvernig viðbröðgin hafa verið  hjá þér þegar þú heltir niður vatninu..!! hahaha...

Fjóla =), 16.1.2007 kl. 15:02

5 Smámynd: Josiha

Þetta var fínt blogg ;-) Og *klapp klapp* á bakið fyrir að vera svona duglegur :-)

Josiha, 16.1.2007 kl. 17:51

6 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Rosalega ertu duglegur,passaðu bara að henda ekki listaverkunum þínum(tígrisdýrinu)

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 16.1.2007 kl. 18:04

7 Smámynd: Guðmundur Marteinn Hannesson

góður.. tími til kominn að þú myndir lappa uppá herbergið þitt. ég myndi samt ekki henda þessu drasli sem var á veggjunum. gæti verið gaman að eiga það þegar þú verður eldri

Guðmundur Marteinn Hannesson, 16.1.2007 kl. 20:22

8 Smámynd: mojo-jojo

já ég geymdi þetta allt saman í kassa

mojo-jojo, 16.1.2007 kl. 22:17

9 Smámynd: GK

Passaðu að týna ekki kassanum.

GK, 19.1.2007 kl. 00:10

10 Smámynd: Josiha

Jæja farðu nú að blogga e-ð. Segðu frá súkkulaðikökunni sem þú ert búinn að vera að baka í aaaaaaallan dag.

Josiha, 19.1.2007 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Tónlistarspilari

Band of Horses - The Funeral

Höfundur

mojo-jojo
mojo-jojo
Ég er svarthvítur með hatt og sést bara á hlið

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Verklegumyndirnarmínar063[1]
  • hilton
  • 300706 146_bl
  • 300706 146_bl
  • 300706 146_bl

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband