Engla kakan djöfulega

Fyrir tveim dögum var ég að hjálpa til við að baka þessa köku. Eftir þessa velheppnaða köku þá langði mér að spreyta mig á köku sem er töluvert erfiðara að baka en það er Engla kakan úr Desert bók Hagkaupa. Þetta er sem sagt súkkulaði kaka gerð úr 700 gr. af dökku súkkulaði og til gamans má geta að allur hráefniskostnaðurinn við þessa köku er um 3500 kr. og ég þurfti að kalla út bakara til þess að redda fyrir mig möndlumassa sem ég fékk hvergi, (en þetta heitir víst líka Kransamarsipan sem fæst í Nóatúni).

En svo hófst baksturin, botninn tókst vel, kremið líka. En þegar kom að súkkulaðihjúpnum þá fór þetta að klikka. Hjúpurinn samanstendur af 300 gr. af súkkulaði sem er brytjað smátt, og síðan hitar maður 2 dl af rjóma að suðu og hellir í mjórri bunu í súkkulaðið sem maður hrærir í út frá miðju þangað til að það verður glansandi og fínt, frekar borðleggjandi eða hvað. EN NEI ÞETTA ER EKKI EINFALT! Súkkulaðið bráðnaði ekki alveg og það varð ekki glansandi og mér var skapi næst að henda kökunni í framan í Jóa Fel og co.

En hey hvernig væri það að allir sem lesa þessa færslu kommenti, þarf ekki að vera annað en að setja nafnið sitt svo maður viti hverjir það eru sem nenna að lesa þessi ósköp


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Josiha

Hvaða bakara kallaðir þú út?

En hvaða hvaða...svona lagað heppnast sjaldnast 100% í fyrstu tilraun.

Josiha, 19.1.2007 kl. 21:44

2 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Alveg sjálfsagt að kvitta. Ég veit að úlitið skiptir máli hjá meistarakokkum, en mér er sama, hefði örugglega étið kökuna með bestu list

Helga R. Einarsdóttir, 19.1.2007 kl. 21:57

3 Smámynd: mojo-jojo

Bakarann í bakaríinu við hliðina á Samkaup

mojo-jojo, 20.1.2007 kl. 00:25

4 Smámynd: GK

Hentu kökunni í fokkíngs Jóa Fel

GK, 20.1.2007 kl. 00:44

5 Smámynd: Guðmundur Marteinn Hannesson

nei, kastaðu henni frekar í útstæðu geirvörtunar hans

Guðmundur Marteinn Hannesson, 20.1.2007 kl. 00:55

6 identicon

Kvitti kvitt.....

Ertu að vinna í kvöld??

Mæja (IP-tala skráð) 20.1.2007 kl. 10:41

7 Smámynd: mojo-jojo

já ég var að vinna

mojo-jojo, 20.1.2007 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Tónlistarspilari

Band of Horses - The Funeral

Höfundur

mojo-jojo
mojo-jojo
Ég er svarthvítur með hatt og sést bara á hlið

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Verklegumyndirnarmínar063[1]
  • hilton
  • 300706 146_bl
  • 300706 146_bl
  • 300706 146_bl

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 12
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 342

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband