7.5.2007 | 20:07
Helgin...
...var ágæt, það var búið að segja mér fyrirfram að það yrði ekkert að gera hjá okkur þannig að ég var kominn í stellingar að slappa af og plana eitthvað til að gera eftir vinnu en svo kom auðvitað annað upp á daginn.
Á laugardaginn var einn neminn á Vox veikur og var ég beðinn um að koma upp á Vox í staðinn, sem var reyndar alveg geðveikt fínt, ég fékk að gera dipp og froðu, svo fór ég meiri að segja aðeins á pönnuna í bistroinu, vann rúma 15 tíma þann dag, átti svo að mæta 10 morgunninn eftir en tók þá heimskulegu ákvörðun að horfa á spólu eftir vinnu og svaf bara tæpa 6 tíma á laugardagsnóttina.
Eftir vinnu á sunnudeginum fór ég með staffinu á íslandsmeistarmótið í cockteilblöndun sem stóð til klukkan tólf og eftir það fór ég heim, fór reyndar frekar snemma þar sem ég var ekkert að nenna að fara að detta í það með því staffi sem var þarna.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 20:11 | Facebook
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Tenglar
Fróðlegt og fræðandi
- Minn Geymur tékkið á þessu
- Freisting fyrir kokkana
- Fótbolti.net
- Árborg FC
- leikjanet
- Rauðahúsið
Aðrir
- Kristó
- Hrund
- Lilja bloggar einu sinni í mánuði
- Ragna Kristín bloggar annan hvern mánuð
- Tantra fjóla systir og vinkonur
- Godfellas dauð síða
- Action.is
- Godfellas
- Daði Már
- A-liðið
Fjölskyldan
Eldri færslur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ. Kemurðu heim um helgina?
Josiha, 7.5.2007 kl. 23:27
nei ég er að fara í veiðiferð með a-liðinu
mojo-jojo, 7.5.2007 kl. 23:55
Jói - ekki gleyma samt að kjósa.
GK, 8.5.2007 kl. 00:57
váá.. þú vinnur svoooo mikið.:S kannski bara ágætt að ég kom ekki laugkv. því þá hefðiru örugglega sofið minna..:S
Fjóla =), 8.5.2007 kl. 00:59
veit ekki hvort ég ætla að kjósa, þar sem ég er nú orðinn Árbæingur og hef ekki hugmynd um hverjir séu í framboði hérna, bara glatað þar sem maður var búinn að ákveða að styðja Bjarna Harðar en það verður ekki mikið úr því. Og ég ætla ekki að kjósa Framsókn í Árbænum bara af því að það sé framsókn, það eru einstaklingarnir sem eru í forsvari flokkanna sem ég er að kjósa, en ekki málefnin og kosninga loforðin/lygarnar sem eru einungis til þess að slá ryk í augun á almúganum.
Auðvitað vilja þessir flokkar breyta hinu og þessu til velferðar en það sem ég hef heyrt og lesið um hvernig það eigi að vera gert get ég ekki skilið.
Ég meina það er til dæmis planið hjá Íslandshreyfingunni að hætta við allar virkjanframkvæmdir og fá tekjurnar sem vannta þar af leyðandi í ríkiskassann með því að reysa eitthvað listasafn sem fullt af túristum myndi koma og skoða, sem er gott og gilt en samt of mikil áhætta að mínu mati. Mér finnst frekar að það ætti að fara fram miklu strangara mat á virkjunum hér við land frekar en að setja stopp á allt, t.d. ætti að taka sjónmengunina frá virkjunum meira til greina, mér hefur allavega alltaf fundist ljótt að sjá þessa heitvatnsvirkjun upp á Hellisheiði, hefði ekki verið hægt að grafa niður alla þessar lagnir sem liggja út um allt hraun, en vá ég er kominn út í eitthvað bull hérna, held að ég ætti að fara sofa núna
mojo-jojo, 8.5.2007 kl. 02:00
Jói, það er utankjörfundarkosning í Laugardalshöllinni alla daga frá 10-22 fram að kosningum. Ég fer allavega þangað að kjósa fyrir veiðiferðina.
Þó ég sé nú ekki framsóknarmaður þá er ég sammála þér í því að það væri gaman að sjá Bjarna Harðar á þingi. Skemmtilegur karakter...
Daði Már Sigurðsson, 8.5.2007 kl. 15:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.