Helgin: vinna, slútt, vinna og bíó

Þá er helgin að baki og það er gott því hún var frekar slöpp, leiðinlegt veður og lítið að gera í vinnunni. Maður fór á slútt hjá knattspyrnufélagi Árborgar, þar var drukkið, veit verðlaun, boðnir upp búningar, þar sem menn gjörsamlega misstu sig og var maður ekki alveg sáttur að geta ekki einu sinni komið með fyrsta boð í neinn búning en auðvitað er þetta fínn peningur fyrir félagið, og svo var borðað. Maturinn var frá Ole Olsen og var bara prýðisgóður, lambið var mjög gott þó að menn hafi kannski aðeins misst sig í season all kryddinu, en mér persónulega finnst best að krydda lambalæri með salt, pipar, timjan og svo stinga hvílauksrifum inn í kjötið, kjúklingurinn var líka góður ekki þurr og bragðlaus eins og á Örkinni, kartöflu-og eplasalatið hefði mátt vera betra þar sem það var soddan majones sull, laxinn var ágætur, en systir mín sagði að hann væri of saltur, sem ég fann reyndar ekki og skrítið þar sem það er ekki notað salt í reykingu á fisk. En nóg um matinn, á slúttinu voru veitt verðlaun þar sem ég fékk enginn frá Árborg, sem ég get nú ekki vælt yfir þar sem ég æfði illa í sumar og spilaði lítið sem ekkertUllandi.

Svo á sunnudaginn þá fór ég í bíó með Kristjáni og Teit vini hans, við fórum á Lady In The Water, sem er með Indverska leikstjóranum M. Night Shyamalan, sem gerði t.d. Signs og Village. Myndin var þrusu góð, söguþráðurinn frumlegur, framvindan skemmtileg og alls ekki fyrirsjáanleg en það er skemmtilegt hvernig það er spilað með mann í að halda að maður viti hvað gerist og svo er það alveg kolvitlaust hjá manni. Það helsta sem ég fann að var að þessi leikstjóri er farinn að taka stærri og stærri hlutverk í myndunum sínum sem mér finnst skemma fyrir, en samt þrjár stjörnur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: mojo-jojo

ég vil svo minna á Færlsuflokkinn Spurt og Svarað hér til vinstri þar sem fólk getur komið með spurningar varðandi matargerð

mojo-jojo, 11.9.2006 kl. 18:42

2 Smámynd: Josiha

Þú fékkst nú einhver verðlaun, hahahaha :-P

En ég hugsa að þú sjáir bara um matinn á næsta slútti! ;-) Þetta hljómaði allavega mjög vel hjá þér...og jú laxinn var saltur og Gummi fann það líka. Svo að ég er ekkert að bulla.

Josiha, 11.9.2006 kl. 20:44

3 Smámynd: mojo-jojo

þá væri maður svo lítið á því sjálfur, og svo ef maður gæti verið með þá væri svo asnalegt að sitja og borða matinn sinn með öðrum og heyra hvað hann sé góður eða vondur, maður verður eitthvað svo kjánalegur, væri frekar til í að taka einhverntímann grill fyrir liðið og hafa kannski Ninnó með, já og svo Auðvitað Adda til að hafa control á kolunum :)

mojo-jojo, 11.9.2006 kl. 21:10

4 Smámynd: GK

Sammála þér með kjúklinginn... Hann var rosalega góður...

En af hverju segirðu fólkinu ekki frá "verðlaununum" sem þú fékkst?

GK, 11.9.2006 kl. 22:12

5 Smámynd: mojo-jojo

hehe, hvaða fólki?

mojo-jojo, 11.9.2006 kl. 22:48

6 Smámynd: Fjóla =)

váá´.. á tímabili var ég alveg týnd í þessari upptalningu á mat...

Fjóla =), 12.9.2006 kl. 00:03

7 Smámynd: Guðmundur Marteinn Hannesson

já segðu frá verðlaununum sem þú fékk! haha...

Guðmundur Marteinn Hannesson, 12.9.2006 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Tónlistarspilari

Band of Horses - The Funeral

Höfundur

mojo-jojo
mojo-jojo
Ég er svarthvítur með hatt og sést bara á hlið

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Verklegumyndirnarmínar063[1]
  • hilton
  • 300706 146_bl
  • 300706 146_bl
  • 300706 146_bl

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband