17.9.2006 | 18:27
Rainman!
Ég er búinn að vera alveg ferlegur þessa helgi, ég byrjaði á því að fara á fyllirí á föstudaginn sem byrjaði og endaði í Árnesi, frekar slappt þar, bara einhver trúbador og gamalt lið að dansa gömludansana. Svo var vinna hjá mér daginn eftir og já ég var þunnur enda hafði ég drukkið mun meira en tilefni gaf til á föstudeginum. Svo var farið á ball með Skímó í Hótelinu og var ég búinn að ætla mér að verða ekki eins fullur og kvöldið áður þar sem ég átti að mæta í vinnu kl:11 í morgunn. En nei, öllum að óvörum þá sló ég föstudeginum rækilega við, minni að ég hafi drukkið 6-8 bjóra, einn einfaldann bacardi í sprite, einn tvöfaldan bacardi í sprite, einn screwdriver, tvö sambucca skot og hálfann pela af rommi blandað í 7up . Svo mætti ég drullu þunnur og eiginlega fullur í vinnuna þar sem ég varð að skotspóni margra og bíður mín skammarræða á mánudaginn. En ég verð að segja frá einu sérstöku, á laugardagskvöldið þá var ég að horfa á Mask of Zorro og þegar ég sé vonda kallinn í myndinni þá segi ég við Gumma Kalla og Gumma bróðir að þetta sé alveg pottþétt gaurinn sem lék Magnús í Nonna og Manna. Þeir neita að trúa þessu og segir að það getur ekki verið því það er 18 ár síðan Nonni og Manni voru gerðir. En ég þrjóskast við og segi Gumma Kalla að kíkja á imdb.com og tékka á þessu. Og viti menn, ég hafði rétt fyrir mér, og vil ég meina það að ég hafi fundið nýja snilligáfu í sjálfum mér sem ég vissi ekki af.
Rainman: Ofcourse I don't have my underwear. I'm definately not wearing my underwear.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Tenglar
Fróðlegt og fræðandi
- Minn Geymur tékkið á þessu
- Freisting fyrir kokkana
- Fótbolti.net
- Árborg FC
- leikjanet
- Rauðahúsið
Aðrir
- Kristó
- Hrund
- Lilja bloggar einu sinni í mánuði
- Ragna Kristín bloggar annan hvern mánuð
- Tantra fjóla systir og vinkonur
- Godfellas dauð síða
- Action.is
- Godfellas
- Daði Már
- A-liðið
Fjölskyldan
Eldri færslur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það hefur löngu verið vitað að þú sért einhverfur Jói minn, hehehehe :-D
(DJóK)
Josiha, 17.9.2006 kl. 23:12
Þetta er ekki snilligáfa Joe... þetta er einhverfa!
GK, 17.9.2006 kl. 23:27
hehe
mojo-jojo, 18.9.2006 kl. 00:12
hehe.. frekar einhverft verð ég að segja ;)
Guðmundur Marteinn Hannesson, 18.9.2006 kl. 10:47
hahaha...
Fjóla =), 19.9.2006 kl. 20:10
Mér finnst þið ekkert þurfa að öfunda Jóa þó hann hafi gott sjónminni ( það heitir það)kannski hafið þið einhverja hæfileika sem hann hefur ekki, reynið að grafa þá upp og kynna fyrir dritheiminum.
ammatutte (IP-tala skráð) 20.9.2006 kl. 08:32
takk fyrir það
mojo-jojo, 20.9.2006 kl. 17:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.