26.9.2006 | 15:53
Ljótur húmor
Ég tók mig til í gær og fór í styrk, keypti mánaðarkort og fékk mér lyftingarprógram. Stefnan er að fara að lyfta þrisvar í viku (sjáum til hvernig það gengur). Lyftingarnar gengu vel þó að maður sé nú reyndar orðinn kannski soldið slappur, allavega þá kom einhver 60 ára kall og tók helmingi meira en ég í tvíhöfðalyftu, en það var reyndar ekkert að marka það þar sem ég er á svona byrjanda prógrami. En það sem var svona fyndið það var í sturtunni eftir lyftingarnar, en þegar ég var kominn úr sturtu og var að klæða mig þá kemur hópur af þroskaheftum strákum inn í klefann, og samtölin voru svona (ég nota ekki rétt nöfn):
Óli: Stebbi ætlar þú ekki í sturtu?
Stebbi: Nei ég nenni ekki í sturtu!
Óli: Jú Stebbi þú verður að fara í sturtu
Kristján labbar inn
Óli: Kristján, ætlar þú ekki í sturtu?
Kristján: Jú auðvitað fer maður í sturtu þegar maður er búinn að lyfta, nú afhverju spyrðu?
Óli: Hann Stebbi ætlar ekki í sturtu!
Þetta var svona had-to-be-there- moment ég þurfti allavega að halda niðrí mér hlátrinum
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 15:55 | Facebook
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Tenglar
Fróðlegt og fræðandi
- Minn Geymur tékkið á þessu
- Freisting fyrir kokkana
- Fótbolti.net
- Árborg FC
- leikjanet
- Rauðahúsið
Aðrir
- Kristó
- Hrund
- Lilja bloggar einu sinni í mánuði
- Ragna Kristín bloggar annan hvern mánuð
- Tantra fjóla systir og vinkonur
- Godfellas dauð síða
- Action.is
- Godfellas
- Daði Már
- A-liðið
Fjölskyldan
Eldri færslur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hehehe þú ferð til helvítis ....ég líka hehe
Kristó (IP-tala skráð) 26.9.2006 kl. 16:20
Já þetta er ljótt
mojo-jojo, 26.9.2006 kl. 19:57
er sagan búin?:O
Fjóla =), 26.9.2006 kl. 23:01
tja, þetta hélt eitthvað áfram svona á meðan ég labbaði út úr klefanum. Það er gaman að bæta því við að einn af þessum gaurum er að vinna hjá flytjanda og kemur oft með vörur á Rauðahúsið og hafði ekki fattað að hann væri eitthvað takmarkaður fyrr en nú, fannst hann samt alltaf vera eitthvað svona öðruvísi.
Tek það fram að ég hef ekkert á móti þroskaheftu og vangefnu fólki :)
mojo-jojo, 26.9.2006 kl. 23:20
Eins gott að þú fórst í sturtu, annars hefði "Óli" farið að nöldra í þér líka...
Daði (IP-tala skráð) 27.9.2006 kl. 10:52
hehe
mojo-jojo, 27.9.2006 kl. 22:42
Segi bara eins og Fjóla "er sagan búin?"
hehehe :-)
Josiha, 27.9.2006 kl. 23:24
hey! afhverju notarðu nafnið Stebbi? :)
Stebbi (IP-tala skráð) 30.9.2006 kl. 23:48
Hehe ekkert meint með því maður er bara svo ófrumlegur í nafnavali :)
mojo-jojo, 1.10.2006 kl. 00:02
tja... ég held að þetta sé eitthvað skot!
stebbi (IP-tala skráð) 1.10.2006 kl. 20:07
Stebbi=Stefán og Óli= Ólafur
Er þetta það fyrsta sem þér dettur í hug þegar þú ert að reyna finna nafn á einhvern þroskaheftan! :)
Stebbi (IP-tala skráð) 2.10.2006 kl. 12:25
hehe, tja þú segir nokkuð, kannski undirmeðvitund, því eini sem ég man með nafni var Kristján ;)
mojo-jojo, 2.10.2006 kl. 23:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.