Ekki alveg sáttur

Ég hringdi í VÍS í dag og fékk að vita það að tryggingarmálið er búið að fara fyrir nefnd og ég var dæmdur í 33% órétt, það er viss sigur út af fyrir sig en þó ekki þar sem tjónið á mínum bíl er líklega á annað hundrað þúsund (og ekki í kaskó) en hjá hinum aðeins beygla á einni hurð. Ég get farið með málið lengra og það kostar bara 5000 kr. svo að auðvitað geri ég það. Nú þarf ég að fá Gumma mág til þess að bera vitni, og svo þyrfti ég að sjá lögregluskýrsluna því það er einhverstaðar óhreynt mjöl í pokahorninu, þar sem þetta var solid mál frá mínu sjónarhóli.

En að öðru, þá fór ég á Mýrina um daginn, og verð ég að segja að þetta sé ein besta íslenska mynd sem ég hef séð, og það sem stóð hæst var húmorinn og söguþráðurinn, en framvindan var ekki alveg nógu spennandi, en massa mynd, nema eitt enn, þá fílaði ég ekki hvernig myndin virkaði óskýr eins og hún væri tekinn á lélega cameru en mér skilst að þetta sé víst töff.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Josiha

Ég hef fulla trú á að þú verður dæmur í 100% rétti. Ef ekki þá sendurðu bara Sám á þetta lið! hehehe ;-)

Josiha, 26.10.2006 kl. 00:20

2 Smámynd: Guðmundur Marteinn Hannesson

já djöfulsins bögg... vonandi að þú vinnur málið, þ.e.a.s. ef þú ferð með það lengra.

Guðmundur Marteinn Hannesson, 26.10.2006 kl. 17:42

3 Smámynd: mojo-jojo

ég fer á morgun í þetta mál til þess að sækja eyðublöð og borga einn fimmara fyrir málið, ætli þetta endi ekki bara fyrir hæstarétti með vitnaleiðslum og alles

mojo-jojo, 26.10.2006 kl. 22:32

4 Smámynd: GK

Satan hirði þessa stelpudruslu sem keyrði á okkur. Hverju ætli hún hafi logið að foreldrum sínum...???

GK, 30.10.2006 kl. 23:19

5 Smámynd: mojo-jojo

word

mojo-jojo, 30.10.2006 kl. 23:45

6 Smámynd: GK

excel

GK, 31.10.2006 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Tónlistarspilari

Band of Horses - The Funeral

Höfundur

mojo-jojo
mojo-jojo
Ég er svarthvítur með hatt og sést bara á hlið

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Verklegumyndirnarmínar063[1]
  • hilton
  • 300706 146_bl
  • 300706 146_bl
  • 300706 146_bl

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband