31.10.2006 | 22:41
Skímó og mófó (á Pravda)
Þá er fjörug helgi að baki og þynnkan líka svona að mestu. Það var heldur betur tekið vel á því á laugardaginn þar sem byrjað var í mat hjá Gumma bró á Nönnugötunni, alveg ágætis lasagne sem hann bauð upp á með vel kældu pepsi max, síðan kom hann Gunnar Óli í heimsókn og öl opnað hjá sumum en aðrir fengu sér vatn í freska [sjá: http://www.marteinn.blog.is/blog/marteinn/entry/50380/#comments]. Síðan var haldið á Nasa þar sem maður þekkti næstum alla og var þetta eiginlega eins og maður væri á balli í Hótelinu.
Eftir að maður var kominn með nóg af Skímó þá fóru ég og Gummi (sem var kominn á það stig að það þurfti helst að hafa hann í bandi sökum ofurölvunar og heimskupara sem af óhóflegri áfengisneyslu hlýst) á Pravda, en þar voru menn ekki á þeim buxunum eða öllu heldur skónum að fara að hleypa okkur inn, en ég segi skónum þar sem okkur var meinaður aðgangur sökum hvítra skóa sem við várum.
Svo við enduðum bara á Hverfisbarnum og vorum þar fram á lokun sem að ég held að hafi verið um sex leitið og svo klikkaði maður á Hlöllanum og skreið upp á Nönnugötu og sofnaði í sófa í öllum fötunum, vaknaði svo um morgunin með þjóðhátíðarþynnku og panntaði eina Dominos, lenti í smá örðugleikum með að vísa þeim til vegar. Ég byrjaði á því að spurja hvort þeir vissu hvar Hallgrímskirkja væri, þeir jánkuðu því döö, svo sagði ég að þetta væri frekar nálægt hehe, en gat að lokum aulast til að koma því út úr mér að maður beygir af Hringbraut inn á Njarðagötu og svo inn á Nönnugötu.
Ekkert meira að sinni og já tryggingarmálið er ennþá óleyst
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:42 | Facebook
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Tenglar
Fróðlegt og fræðandi
- Minn Geymur tékkið á þessu
- Freisting fyrir kokkana
- Fótbolti.net
- Árborg FC
- leikjanet
- Rauðahúsið
Aðrir
- Kristó
- Hrund
- Lilja bloggar einu sinni í mánuði
- Ragna Kristín bloggar annan hvern mánuð
- Tantra fjóla systir og vinkonur
- Godfellas dauð síða
- Action.is
- Godfellas
- Daði Már
- A-liðið
Fjölskyldan
Eldri færslur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hahahaha... þetta var snilldar kvöld!
Guðmundur Marteinn Hannesson, 31.10.2006 kl. 23:01
Pizzusendlar sem rata ekki eru aumingjar
GK, 1.11.2006 kl. 19:58
Eins gott að þú passaðir upp á litla bróður okkar!
Josiha, 4.11.2006 kl. 15:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.