Bloggfærslur mánaðarins, október 2006

Skímó og mófó (á Pravda)

Þá er fjörug helgi að baki og þynnkan líka svona að mestu. Það var heldur betur tekið vel á því á laugardaginn þar sem byrjað var í mat hjá Gumma bró á Nönnugötunni, alveg ágætis lasagne sem hann bauð upp á með vel kældu pepsi max, síðan kom hann Gunnar Óli í heimsókn og öl opnað hjá sumum en aðrir fengu sér vatn í freska [sjá: http://www.marteinn.blog.is/blog/marteinn/entry/50380/#comments]. Síðan var haldið á Nasa þar sem maður þekkti næstum alla og var þetta eiginlega eins og maður væri á balli í Hótelinu.

Eftir að maður var kominn með nóg af Skímó þá fóru ég og Gummi (sem var kominn á það stig að það þurfti helst að hafa hann í bandi sökum ofurölvunar og heimskupara sem af óhóflegri áfengisneyslu hlýst) á Pravda, en þar voru menn ekki á þeim buxunum eða öllu heldur skónum að fara að hleypa okkur inn, en ég segi skónum þar sem okkur var meinaður aðgangur sökum hvítra skóa sem við várum.

Svo við enduðum bara á Hverfisbarnum og vorum þar fram á lokun sem að ég held að hafi verið um sex leitið og svo klikkaði maður á Hlöllanum og skreið upp á Nönnugötu og sofnaði í sófa í öllum fötunum, vaknaði svo um morgunin með þjóðhátíðarþynnku og panntaði eina Dominos, lenti í smá örðugleikum með að vísa þeim til vegar. Ég byrjaði á því að spurja hvort þeir vissu hvar Hallgrímskirkja væri, þeir jánkuðu því döö, svo sagði ég að þetta væri frekar nálægt hehe, en gat að lokum aulast til að koma því út úr mér að maður beygir af Hringbraut inn á Njarðagötu og svo inn á Nönnugötu.

Ekkert meira að sinni og já tryggingarmálið er ennþá óleyst


Ekki alveg sáttur

Ég hringdi í VÍS í dag og fékk að vita það að tryggingarmálið er búið að fara fyrir nefnd og ég var dæmdur í 33% órétt, það er viss sigur út af fyrir sig en þó ekki þar sem tjónið á mínum bíl er líklega á annað hundrað þúsund (og ekki í kaskó) en hjá hinum aðeins beygla á einni hurð. Ég get farið með málið lengra og það kostar bara 5000 kr. svo að auðvitað geri ég það. Nú þarf ég að fá Gumma mág til þess að bera vitni, og svo þyrfti ég að sjá lögregluskýrsluna því það er einhverstaðar óhreynt mjöl í pokahorninu, þar sem þetta var solid mál frá mínu sjónarhóli.

En að öðru, þá fór ég á Mýrina um daginn, og verð ég að segja að þetta sé ein besta íslenska mynd sem ég hef séð, og það sem stóð hæst var húmorinn og söguþráðurinn, en framvindan var ekki alveg nógu spennandi, en massa mynd, nema eitt enn, þá fílaði ég ekki hvernig myndin virkaði óskýr eins og hún væri tekinn á lélega cameru en mér skilst að þetta sé víst töff.


Díses

Ég var að heyra frá VÍS í dag sem er tryggingarfélagið mitt og þeir sögðu að ég væri í rétti í árekstinum um daginn, allt gott með það að segja, en svona til öryggis þá sögðu þeir mér að hringja í Sjóvá sem er tryggingarfélag hins ökumannsins, og grunar ekki Gvend. Þeir segja að hann sé í rétti, djöfull var ég reiður þegar kallinn sagði þetta í símann, alveg merkilegt að ég skildi geta hvatt kurteisislega og lagt á. Ég er alveg viss um að þessi litla tík sem ók jeppanum hafi logið að þeim og tottað þá undir borði Öskrandi. En já, maður þarf núna  þetta mál að fara fyrir einhverja nefnd í bænum sem fundar ekki fyrir en í næstu viku og maður er bíllaus þangað til.

mr. furious kveður að sinni


Búinn!

 

 Jæja þá hefur kallinn lokið við sitt fyrsta olíumálverk og er afraksturinn svona, maður er alveg tiltölulega sátur við þetta og aldrei að vita hvort að maður máli annað verk. Ég held að ég vilji næst mála andlitsmynd, spurning hvort einhver bjóði sig fram?

malverk  300706 146_bl

 


Þrír fræknu fóru á Geysir og lentu í árekstri

Nú er maður nýrisinn úr rekju kl: 15.00 og í hausnum kvikna blendnar minningar um gærkveldið, sumar eru góðar, eins og ferð okkar Gumma Kalla og Nínnós á Hótel Geysir og aðrar ekki jafn góðar eins og að lenda í árektsti þar sem deilumál er hvor var í rétti og kalla þurfti lögreglu til. En byrjum á Hótel Geysi. Við þremenningarnir erum búnir að stofna matarklúbb þar sem markmiðinn eru að fara um landið (suðurlandið og höfðuborgarsvæðið) og kynna okkur mat og drykk á hinum ýmsu veitingastöðum, og er það pæling að við leggjum penning í sjóð mánaðarlega og fórum eitthvert til útlanda að borða (er ekki viss um að því verði fylgt eftir). Fyrsti áfangastaður okkar var Hótel Geysir, ferðin byrjaði ekkert allt of vel þar sem við bókuðum borð kl: 21.30 sem var síðan ekki í lagi þar sem eldhúsið lokar kl:21Ullandi, en það kom í ljós þegar klukkan var orðin hálf níu og við ekki lagðir af stað, þannig að við áttum að gjöra svo vel að drífa okkur af stað og að reyna að ná sem besta tíma á meðan þjónninn okkar sem er kærasta Ninnós myndi reyna að halda kokkunum inní eldúsi, aksturinn var soldið glæfralegur sem ég sem driver sá um og var aðeins farið yfir leifðan hámarkshraða. En við komumst heilu og höldnu á staðinn þrátt fyrir tvo afspyrnulélega co-driveraGlottandi. Þá að matnum, við fórum allir í þriggja rétta máltíð með víni og tilheyrandi. Ég fékk mér: sjávarréttarsúpu-grænpiparsteik með dijon-pönnukökuterta, GKS fékk sér: hrefnu-carpaccio-hreindýrasteik-skógarberjaís og Ninnó fékk sér: saltfiskstrimla með tempura-þorsk með humarhölum- súkkulaðifrauð með ís. Maturinn var misgóður, súpan mín var bara svona venjuleg karrísúpa samt ágæt, steikin var ekkert spes og greinilega ekki um ferskt hráefni um að ræða og pönnukökutertan var allt í lagi. Hitt var líka svona upp og ofan, en GKS var ánægður með hreindýrið og eftiréttin og Ninnó var ánægður með humarhalana sína. Eftir mat þá bað Ninnu kellu sína að ná í Bjarka yfirkokk sem var ennþá á staðnum en þeir sem ekki vita þá er hann landsliðsþjálfari okkar í matreiðslu, hann kom framm og ég verð að viðurkenna varð soldið eins og lítill skólastrákur, en það leið hjá og við spjölluðum um matargerð, og eftirréttarmenningu Íslands og um það að fá mig í vinnu eitthvert sumarið í svona mánuð til að sjá hvernig þarna er, allt saman mjög fróðlegar og skemmtilegar umræður. En ekki meira um það, næst að árekstrinum.

Þegar við komum heim þá var ætlunin að kíkja aðeins á Pakkarnn og Kaffi Krús. En við komumst ekki langt þar sem við lentum í árekstri. Áreksturinn varð þannig að við vorum að keyra eftir Austurveginum frá hringtorginu og vorum að fara á pakkarann, á undan okkur er jeppi sem ekur vinstra meginn á veginum og virðist ætla að keyra áfram, við beygjum í átt að pakkaranum en þá beygir jeppinn í veg fyrir okkur án þess að gefa neitt stefnuljós og lendum við í hliðin á jeppanum. Ökumaður jeppans stígur út og kemur í ljós að þetta er bara einhver smástelpa sem að ég er 99% vissu um að sé aðeins 17 ára og pottþétt á bíl pabba síns. Hún ásamt 3 strákum sem með henni voru í för héldu því fram að þau hafi verið í rétti og að við höfðum keyrt aftan á þau. Þessu vorum við ekki sammála svo kalla þurfti til lögguna. Eftir langa skýrslutöku þá ætluðum við á Krúsina en það var búið að loka henni svo sumir af okkur fóru heim og aðrir þar á meðal ég fórum á Pakkarann sem var ágætur en samt ekkert spes eins og við var að búast en reyndar hafði áreksturin aðeins slegið á vímuna. Svo vaknaði ég morgunn við vondann draum þegar ég sé hversu mikið sést á bílnum en brettið er beyglað, stöðuljósið brotið, og stuðarinn líklega ónýtur. Það er ,,gaman" að taka það fram að þetta er þriðja skiptið á einu ári sem þessi bíll lendir í tjóni og allt á sama staðnum (hin skiftin var bíllinn kyrrstæður og bakkað á hann).

Þetta er orðinn soddan langloka hjá mér, ég tók meira að segja eitt matarhlé í miðju bloggi!


quote: eh eh ehhhhhh (Emily, Little Britain)

Nú er kallinn orðinn hel-chocoeraður, ég er byrjaður að lyfta, og svo er maður líka búinn í klippingu litunn og í Ljósum! En vá sé ég eftir að hafa keypt 10 tíma kort í ljós, ég fór nefnilega í fyrsta tímann í gær og ég er ein brunarúst eftir það, gat varla sofið fyrir kláða og sviða og er ekki á leiðinni þangað á næstunni, já beauty is pain! Hlæjandi. Svo er ég líka byrjaður að mála eina mynd sem ég teiknaði, það gengur svona upp og ofan, en án efa meistaraverk hér á ferð, uppboðið byrjar á 50 þús kjell.
En að öðru, ég lenti í svolitlu skemmtilegu um daginn. Par á þrítugsaldri bað um að fá mig fram í sal til þess að segja mér hversu góður maturinn væri sem ég hafði eldað handa þeim og þau þurftu líka að sjá það með berum augum að það hafði einhver 21 árs nemi eldað matinn þeirra en þau ætluðu ekki að trúa því, alltaf gaman að fá hrós. Hérna er svo málverkið eins og það verður nokkurn veginn þegar það verður tilbúið.

300706 146_bl 10102006_013_blogg


Það er...

...eitthvað að dofna yfir þessu bloggi hjá mér, en allavega þá er svo sem ekkert til blogga um frekar en vanalega, maður er bara til skiptis í vinnu, styrk og að labba úti með hundinn sinn (þyrfti samt að gera meira af því). En jú ég fór í bíó á Sunnudaginn með hálfum Selfossbænum á myndina Talladega nights the ballad of Ricky Bobby. Snilldar mynd þar á ferð enda Will Ferrell þar fremstu á meðal jafningja, húmorinn var reyndar næstum því of súr á köflum, sérstaklega allt grínið með Jesú, ég hló ekki af því. En til að hafa það á hreinu þá var þetta ekki í Selfossbíó eins og mætti ætla út frá fjölda Selfyssinga sem voru á staðnum heldur var þetta í Smárabíó og ég held að við höfum verið allaveg 12 þarna saman og öll í sömu röðinni enda allir kunningjar.

Nóg um það, nú er ég að fara með tvær þvottavélar á hauganna, önnur vindur ekki og hin lekur ef einhver hefur áhuga á að hirða þetta þá get ég skutlað þessu heim að dyrum í dag, en ég fer á hauganna um 2-3 leitið


Tónlistarspilari

Band of Horses - The Funeral

Höfundur

mojo-jojo
mojo-jojo
Ég er svarthvítur með hatt og sést bara á hlið

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Verklegumyndirnarmínar063[1]
  • hilton
  • 300706 146_bl
  • 300706 146_bl
  • 300706 146_bl

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband