Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006

Fer ekki á Rock Star

Jæja það kom upp á bátinn að maður hætti við að fara á Rock Star tónleikana sem eru á morgunn, ástæðan er sú að Gummi bró hætti við og þá nennti ég ekki að fara bara með fjólu siss og vinkonum hennar.

En annars átti Jóhanna systir mín afmæli í gær, hún varð 24 ára, til hamingju með það Wizard. Það var haldin afmælisveisla í sveitinni með pizzu, nammi og öllu tilheyrandi og heppnaðist bara mjög vel.

En getur einhver sagt mér hvað sé í gangi með þetta leiðinlega veður, fyrst kemur geðveikt frost, svo brjálað rok og síðan rigning, en ENGINN SNJÓR! maður er hérna búinn að spandera í ný vetradekk og svo er veðrið svona, ég er nefnilega einn af þeim sem vill hafa allt í sköflum allann veturinn Grin


Veii...

...bílinn minn er kominn úr viðgerð og ég þarf því ekki lengur að keyra þennann blessaða Fiat sem þó hafði sína kosti, t.d. þurfti ég bara að fylla á hann einu sinni á 13 dögum, sem er mjög lítið miðað við það að ég keyri einhverja 20 km í vinnu á dag. En ég og Subaruinn áttum smá quality-time saman í dag, við fórum á ný vetradekk, fórum í smurningu og létum skipta um rafgeymi.

Annars er ekki mikið að frétta, jólahlaðborðin eru farinn af stað í Rauðahúsinu sem er mjög fínt, það er allt einhvernvegin svo rólegt og afslappað í kringum það, svo var ég að komast að því að ég er í fríi daginn fyrir Þorláksmessu, Þorláksmessu, Aðfangadag, Jóladag, vinn svo annan í Jólum og svo í fríi daginn eftir það svo að maður getur verið þunnur eftir annan-í-Jólum-ballið.


Hvað skal segja...

...ekki margt, lítið að skeð hjá manni þessa daganna, maður er byrjaður að spá í jólagjafir að réttara sagt hvernig maður á að eiga efni á þeim, og hef ég reiknað það út að til þess að ná endum saman þá ætla ég að eyða innan við 10 þús. það sem eftir er mánaðarins, en það þýðir skerðing á týðum: bíóferðum, viðkomum á hina og þessa bari og reyna að lifa sem mest á hótel pabba Tounge, solid! og svo verða jólagjafirnar öruglega í formi málverka og matarmiða á Rauðahúsið eða á hótel pabba (fólk getur þá komið frítt heim til mín í mat, það verður samt að panta með fyrirvara þar sem það eru bara tvo laus sæti við borðið Grin).

Hey! ég er að fara á Rock star tónleikana, Fjóla systir reddaði miðum fyrir mig Gumma bró, það verður örugglega ekki leiðinlegt að sjá Dilana, Toby, og Storm stíga á svið.


Fiat

Bíllinn minn er loksins kominn í viðgerð og ek ég um þessar mundir á Fiat sem er Rolls Roysin í smábílunum;). Þannig ekki láta ykkur bregða ef þið sjáið mig á rúntinum á bláu eldingunni. Annars ekkert merkilegt að frétta, ég er búinn að fá mér einkaþjálfara, Kreatín og Prótein og farinn að lyfta á fullu, eða stefni á það allavega. Ekki meira að sinni.

Hvíldu í friði Sámur

Í dag fer ég með Sám hundinn minn til dýralæknis til þess að láta svæfa hann, ástæðan fyrir því vita þeir sem þekktu til hans og þurfa aðrir ekki að vita það.
Honum var ekki ætlað að lifa í þessum heimi og vonandi verður það skárra í þeim næsta.


Tónlistarspilari

Band of Horses - The Funeral

Höfundur

mojo-jojo
mojo-jojo
Ég er svarthvítur með hatt og sést bara á hlið

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Verklegumyndirnarmínar063[1]
  • hilton
  • 300706 146_bl
  • 300706 146_bl
  • 300706 146_bl

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband