5.1.2007 | 17:41
Gat skipt um spegil sjálfur ...
...eða svona næstum því. Ég fékk sem sagt endurskoðun á bílinn minn um daginn þar sem kom í ljós að það þurfti að skipta um hliðarspegil, hljóðkút og hemlunarljós að aftan.
Ég ætlaði svo að vera karl í krapinu og skipta sjálfur um spegilinn og peruna, en það byrjaði ekki vel, þar sem skrúfgangurinn brotnði úr gamla speglinum þegar ég var að losa hann og sat eftir á boltanum.
Svo ég fékk Ara Pál frænda minn, sem átti leið hjá, til þess að hjálpa mér. Og eftir smá maus hafðist það. Síðan lét ég skifta um hljóðkútinn og átti þá bara peruna eftir, en klukkan var orðinn fimm mínútur í fjögur og alveg að fara að loka í frumherja.
Svo ég dreif mig þangað og var búinn að ætla mér að skipta um peruna á meðan ég væri að bíða eftir skoðun, en svo kom í ljós að ég komst beint að og hafði þá engann tíma til að skipta um peru (maður sem hefði skipt um peru áður hefði líklega náð því ), en kallinn í skoðuninni gaf mér smá breik og lét það eiga sig, þannig að þetta reddaðist allt saman á endanum.
En hvernig er það er ekki alltaf djamm á Þrettándanum eða er það vitleysa í mér?
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Tenglar
Fróðlegt og fræðandi
- Minn Geymur tékkið á þessu
- Freisting fyrir kokkana
- Fótbolti.net
- Árborg FC
- leikjanet
- Rauðahúsið
Aðrir
- Kristó
- Hrund
- Lilja bloggar einu sinni í mánuði
- Ragna Kristín bloggar annan hvern mánuð
- Tantra fjóla systir og vinkonur
- Godfellas dauð síða
- Action.is
- Godfellas
- Daði Már
- A-liðið
Fjölskyldan
Eldri færslur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það gæti orðið eitthvað skrall í bænum :D
kv. Hrundsí
Hrund (IP-tala skráð) 6.1.2007 kl. 00:15
Gerið allt vitlaust á Selfossi
María Dóróthea Jensdóttir, 6.1.2007 kl. 11:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.