Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006

Gleðileg jól

 

Gleðileg jól og farsælt komandi ár

til allra sem ég þekki og lesa þetta blogg,

megi þið hafa það sem allra best um jólin!


Jæja það er víst ...

...búið að dæma í þessu tryggingarmáli mínu, ég tapaði feitt og var dæmdur í meiri órétt en ég var fyrir í, mér var dæmur 50/50 óréttur en var fyrir í 30/70. Ég er ennþá að melta þetta og er hreinlega í sjokki, maður er búinn að bíða í 5 vikur eftir að fá þennan skít framan í sig. Ég talaði við lögmann í dag sem ætlar að skoða málið en ólíklegt er að ég fari lengra með það, því það felur í sér kostnað sem ég á ekki fyrir.

En jæja ég ætla ekki að væla meira yfir þessu  því jólin eru á næsta leiti og gjafainnkaup og tilheyrandi stúss er allt eftir hjá mér. maður hugsar bara til þess hvað það er margt fólk sem hefur það svo miklu verr en maður sjálfur um jólin, og ég vona að sem flestir geti haldið gleðileg jól.


Ekkert frí

Jæja ég hljóp víst aðeins á mig að vera að auglýsa þetta mikla jólafrí mitt, því það kom svo á daginn að ég fæ ekkert frí, sem sagt miðað við vaktarplanið mitt. Ég verð því að vinna á jóladag, annan í jólum, svo tvo daga í fríi og síðan að vinna 28, 29 og gamlársdag.

En ég græt ekki því þetta þýðir meiri pening í vasann sem er frekar tómlegur um þessar mundir.

Hvað er með þennan storm sem er að byrja úti, ég sem er að fara að keyra í bæinn á eftir í skrall, eins gott að það verði fært um heiðina, ekki á hverjum degi sem maður er í fríi á laugardegi og sunnudegi!


Tónlistarspilari

Band of Horses - The Funeral

Höfundur

mojo-jojo
mojo-jojo
Ég er svarthvítur með hatt og sést bara á hlið

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Verklegumyndirnarmínar063[1]
  • hilton
  • 300706 146_bl
  • 300706 146_bl
  • 300706 146_bl

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband