Bloggfærslur mánaðarins, september 2006

hmmm

maður hefur svo sem ekkert um að blogga þessa stundina, sá bara einn þroskaheftann í styrk í dag, sem var ekkert sérstaklega fyndinn, ég fór 21 tjipp í körfu og tapaði fyrir Ragga, Rikka og Bigga. Svo keypti ég taum á Sám og frispídisk sem ég fékk ókeypis þar sem þau í búðinni vissu ekki hvað hann kostaði, helvíti fínt fyrir mig.

okey ekkert fleirra frá mér


Ljótur húmor

Ég tók mig til í gær og fór í styrk, keypti mánaðarkort og fékk mér lyftingarprógram. Stefnan er að fara að lyfta þrisvar í viku (sjáum til hvernig það gengur). Lyftingarnar gengu vel þó að maður sé nú reyndar orðinn kannski soldið slappur, allavega þá kom einhver 60 ára kall og tók helmingi meira en ég í tvíhöfðalyftu, en það var reyndar ekkert að marka það þar sem ég er á svona byrjanda prógramiGlottandi. En það sem var svona fyndið það var í sturtunni eftir lyftingarnar, en þegar ég var kominn úr sturtu og var að klæða mig þá kemur hópur af þroskaheftum strákum inn í klefann, og samtölin voru svona (ég nota ekki rétt nöfn):
Óli: Stebbi ætlar þú ekki í sturtu?
Stebbi: Nei ég nenni ekki í sturtu!
Óli: Jú Stebbi þú verður að fara í sturtu
 Kristján labbar inn 
Óli: Kristján, ætlar þú ekki í sturtu?
Kristján: Jú auðvitað fer maður í sturtu þegar maður er búinn að lyfta, nú afhverju spyrðu?
Óli: Hann Stebbi ætlar ekki í sturtu!

Þetta var svona had-to-be-there- moment ég þurfti allavega að halda niðrí mér hlátrinum


Ég vil...

...minna fólk á að kíkja á flokkinn Spurt og Svarað!

Rainman!

Ég er búinn að vera alveg ferlegur þessa helgi, ég byrjaði á því að fara á fyllirí á föstudaginn sem byrjaði og endaði í Árnesi, frekar slappt þar, bara einhver trúbador og gamalt lið að dansa gömludansana. Svo var vinna hjá mér daginn eftir og já ég var þunnur enda hafði ég drukkið mun meira en tilefni gaf til á föstudeginum. Svo var farið á ball með Skímó í Hótelinu og var ég búinn að ætla mér að verða ekki eins fullur og kvöldið áður þar sem ég átti að mæta í vinnu kl:11 í morgunn. En nei, öllum að óvörum þá sló ég föstudeginum rækilega við, minni að ég hafi drukkið 6-8 bjóra, einn einfaldann bacardi í sprite, einn tvöfaldan bacardi í sprite, einn screwdriver, tvö sambucca skot og hálfann pela af rommi blandað í 7up Skömmustulegur. Svo mætti ég drullu þunnur og eiginlega fullur í vinnuna þar sem ég varð að skotspóni margra og bíður mín skammarræða á mánudaginn. En ég verð að segja frá einu sérstöku, á laugardagskvöldið þá var ég að horfa á Mask of Zorro og þegar ég sé vonda kallinn í myndinni þá segi ég við Gumma Kalla og Gumma bróðir að þetta sé alveg pottþétt gaurinn sem lék Magnús í Nonna og Manna. Þeir neita að trúa þessu og segir að það getur ekki verið því það er 18 ár síðan Nonni og Manni voru gerðir. En ég þrjóskast við og segi Gumma Kalla að kíkja á imdb.com og tékka á þessu. Og viti menn, ég hafði rétt fyrir mér, og vil ég meina það að ég hafi fundið nýja snilligáfu í sjálfum mér sem ég vissi ekki af.

Rainman: Ofcourse I don't have my underwear. I'm definately not wearing my underwear.


ohh...

...ég finn ekki fokking veskið mitt ég er brjálaður, ég var í dag í einhverjum asnalegum íþróttabuxum sem er með óveskjavæna vasa, aha ég fann upp nýtt orð. En fokk ég er brjálaður, ég er búinn að setja allt hvolf heima í þessari leit. En að öðru þá er ég líklega að fara á ball í kvöld á Flúðum með ÁMS þar sem Paparnir eru hættir við að spila á Árnesi, nú vantar mér bara far og partý og svo væri ágætt að hafa veskið sitt með sér Öskrandi Öskrandi Öskrandi

Talandi um tölvuleiki

Nú var í fréttunum að unglingur hafði stungið mann í þeim tilgangi að drepa hann, og er tölvuleikjum kennt um. Prófið einhverja af þessum leikjum þeir gætu hæglega skapað svona hugarástand án gríns Öskrandi          http://sudurland.is/Afthreying

Helgin: vinna, slútt, vinna og bíó

Þá er helgin að baki og það er gott því hún var frekar slöpp, leiðinlegt veður og lítið að gera í vinnunni. Maður fór á slútt hjá knattspyrnufélagi Árborgar, þar var drukkið, veit verðlaun, boðnir upp búningar, þar sem menn gjörsamlega misstu sig og var maður ekki alveg sáttur að geta ekki einu sinni komið með fyrsta boð í neinn búning en auðvitað er þetta fínn peningur fyrir félagið, og svo var borðað. Maturinn var frá Ole Olsen og var bara prýðisgóður, lambið var mjög gott þó að menn hafi kannski aðeins misst sig í season all kryddinu, en mér persónulega finnst best að krydda lambalæri með salt, pipar, timjan og svo stinga hvílauksrifum inn í kjötið, kjúklingurinn var líka góður ekki þurr og bragðlaus eins og á Örkinni, kartöflu-og eplasalatið hefði mátt vera betra þar sem það var soddan majones sull, laxinn var ágætur, en systir mín sagði að hann væri of saltur, sem ég fann reyndar ekki og skrítið þar sem það er ekki notað salt í reykingu á fisk. En nóg um matinn, á slúttinu voru veitt verðlaun þar sem ég fékk enginn frá Árborg, sem ég get nú ekki vælt yfir þar sem ég æfði illa í sumar og spilaði lítið sem ekkertUllandi.

Svo á sunnudaginn þá fór ég í bíó með Kristjáni og Teit vini hans, við fórum á Lady In The Water, sem er með Indverska leikstjóranum M. Night Shyamalan, sem gerði t.d. Signs og Village. Myndin var þrusu góð, söguþráðurinn frumlegur, framvindan skemmtileg og alls ekki fyrirsjáanleg en það er skemmtilegt hvernig það er spilað með mann í að halda að maður viti hvað gerist og svo er það alveg kolvitlaust hjá manni. Það helsta sem ég fann að var að þessi leikstjóri er farinn að taka stærri og stærri hlutverk í myndunum sínum sem mér finnst skemma fyrir, en samt þrjár stjörnur!


Fúli-Skúli

Var í þessu að keppa í fótbolta, Þar var Árborgarliðinu skipt í ungir-gamlir og ég var með ungum. Leikurinn var vægast sagt glataður, við töpuðum 3-2 og áttum svona 1000 skot og aðeins 2 á rammann. Ég spilaði í Incredibles búningi en það gerði því miður ekkert gagn og verð ég að segja að ég hafi verið óvenju lélegur.
En það þýðir ekki að gráta Björn bónda því það er slútt á morgunn og svaka fjör, því miður verð ég eitthvað lítið í öli þar sem ég þarf að vinna framm að slútti og líka daginn eftir Öskrandi


Leti

Jæja ákvað að henda inn einu bloggi þar sem maður er í fríi og er ekki búinn að nenna að gera neitt annað í dag. En hvað skal segja, í gær vakti ég eftir Rockstar og gekk bara óvenju vel að kjósa hjá mér held að ég hafi allavega náð að kjósa 30 sinnum og það bara á svona 20 mín. Annars fannst mér Magni aðeins frá sínu besta í kvöld, en það skiptir ekki máli þar sem held að þjóðin eigi eftir að kjósa álíka oft og síðast. Svo er landsleikurinn á eftir, það verður heldur betur stemmning í okkar hóp eins og á síðast landsleik! það væri ágætt ef við myndum ná að smita restina af áhorfendunum þar sem fólk var heldur dauft á Spánarleiknum.

Ég var að hugsa um nýtt stuðningslag sem maður getur sungið á vellinum og datt í hug lagið: Við drekkum Jameson. Það frekar létt og skemmtilegt og er um vínþol okkar íslendinga, ekki vitlaust að monta okkur af því þar sem við getum ekkert í fótbolta...djók!


Árborg Open

Þá er maður að skríða fram úr eftir heldur gott fyllirí.
Ég byrjaði Laugardaginn á því að fatta að ég átti eftir að gera allt fyrir þetta golfmót, redda mér kylfum, kúlum, tíum, áfengi og peningumHlæjandi. Og það kl:12 þegar mótið átti að byrja eitt, svo þegar maður var búinn að útréttast þetta allt þá fattaði ég að ég hafði gleymt vinningnum frá Rauðahúsinu heima þannig að það þurfti að snúa við útaf því. En Þetta sakaði ekki, því að þó að við mættum rétt fyrir þjú þá voru ennþá nokkrir á eftir okkur.

Þá að mótinu sjálfu, ég verð nú að segja að ég hafi bara staðið mig nokkuð vel týndi ekki nema 7 kúlum og kikksaði ekki nema svona 10-15 bolta Skömmustulegur(hehe hljómar illa en er mjög gott miðað við síðasta mót) og svo bjargaði ég meira að segja einni holu fyrir mitt team, en já ég gleymdi að taka það fram að við spiluðum eftir texas scramble kerfi eða sem sagt vanur og óvanur saman í liði. En aftur að holunni sem ég bjargaði þá var það þannig að bolti makkers míns lenti niður í einhverja drullu og órækt, þaðan sló hann síðan kúluna útí læk, en þá kom ég og tjippaði kúlunni upp á grínið og þar átti ég svo langt pútt sem stoppaði alveg við holuna og svo kláraði ég sjálfur, þetta tryggði okkur pari og jafnframt 3-6 sæti í mótinu.

Þá að fyllerýinu, flestir voru byrjaðir að sötra fyrir mót, fóru þó fyrst að taka á því þegar komið var á Örkina, þar var farið í sund, og toppaði Vallir Reynis auðvitað allt með því að hoppa í öllum fötunum sínum ofaní með veski og síma mjög gáfulegt, og síðan kárnaði gamanið heldur betur þegar hann hoppaði með heljarstökki ofan í heitapottinn með þeim afleiðingum að hann skallaði í kantinn og kalla þurfti á sjúkrabíl þar sem allt ennið á honum hafði rifnað upp. Það var svo farið með hann á spítala í bæinn þar sem kom í ljós að þetta væri ekki jafn alverlegt og það virtist vera. En síðan borðuðum þarna á Örkinni, get samt ekki sagt margt gott um matinn, kjúklingurinn var bragðlaus og rollubragð af lambakjötinu, það besta var kalt pastasalat sem var meiri háttar. Eftir Örkina fórum við í partý hjá Fyrirliðanum, síðan var farið á Pakkarann sem var alltof troðinn! og ekki líft inni, maður reyndi samt að skemmta sér enda Bjórbandið að spila og eitt mesta stemmnings bandið sem ég veit um, en ég fer samt alltaf í smá baklás þegar maður er að borga 1000 kall fyrir að vera fastur út í horni, hafa ekki möguleika að komast á barinn og hafa alla sullandi yfir sig sökum troðnings. Síðan var farið í pullarann sem var jafn troðinn svo ég hætti við það og fór heim.

En alls ekki misskilja að þetta hafi verið eitthvað leiðinlegt, bara spurning um að fara að takmarka eitthvað hvað megi hleypa inn í þetta Pakkhús. Þetta verður ekki lengra ég er farinn á KFC og ætla að fá mér zinger-tower borgaramáltíð umm nammUllandi

 

 

 


Tónlistarspilari

Band of Horses - The Funeral

Höfundur

mojo-jojo
mojo-jojo
Ég er svarthvítur með hatt og sést bara á hlið

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Verklegumyndirnarmínar063[1]
  • hilton
  • 300706 146_bl
  • 300706 146_bl
  • 300706 146_bl

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband