Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Þorrablótið gert upp

Jæja ætli maður verði ekki aðeins að skrifa um þetta Þorrablót sem maður gerði sig að fífli á.

Ég fór sem sagt á Þorrablótið í Þingborg sem er sameiginlegt Þorrablót Sandvíkur- og Hraungerðishrepps. Til að byrja með þá var ég aðeins léttur á því enda mætti ég ódrukkinn á þetta, en þegar leikrit og matur var yfirstaðið þá fór ég eins og maður segir á góðri ensku ,,over to the dark side". 

Síðan vaknaði ég daginn eftir hálfur í rúmminu mínu og hálfur á gólfinu og mundi ekki neitt frá því kvöldinu áður. En svo sagði Gummi bróðir mér frá því hvernig ég hafði verið og það að ég hafði neytt pabba minn, Gumma bróður og Eirík vinnumanns pabba til þess að yfirgefa ballið þegar það var varla hálfnað vegna þess hversu ,, þreyttur" ég var orðinn.

En mér finnst allavega mjög leiðinlegt að hafa látið svona og er búinn að heita því að drekka aldrei aftur skot og brennivín.

Kveðja, Alki Alkason


Hvað er í gangi ?

mér finnst þessar ökuleifissviftingar alltof stuttar. Þessi gaur fær leyfið örugglega innan árs aftur. Hvernig væri líka að láta svona ökuníðinga vinna einhverja samfélagsvinnu í refsingu, láta þá t.d. tína rusl eða e-ð leiðinlegt þá mundu þeir kannski hugsa sig tvisvar um áður en ofsakeyrslan hefst
mbl.is Mældist á 199 km hraða á Reykjanesbrautinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hehe

kannski að ég hafi eldað þessa súpu?

...spurning hvort matvara getur farið að flokkast undir vopn á þessum stað


mbl.is Sleginn í höfuðið með súpudunki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Neeeii

Arsenal vann United og Liverpool vann Chelsea glatað. Og oh ég var búinn að skrifa langt blogg en ýtti á eitthvað og eyddi blogginu Devil. Bloggið var um að ég handþeytti rjóma og borðaði hann með engla-djöflakökunni minni og eitthvað um að ég er búinn að horfa á alla Heros þættina sem til eru á netinu, en ég nenni ekki að skrifa þetta allt aftur.


Engla kakan djöfulega

Fyrir tveim dögum var ég að hjálpa til við að baka þessa köku. Eftir þessa velheppnaða köku þá langði mér að spreyta mig á köku sem er töluvert erfiðara að baka en það er Engla kakan úr Desert bók Hagkaupa. Þetta er sem sagt súkkulaði kaka gerð úr 700 gr. af dökku súkkulaði og til gamans má geta að allur hráefniskostnaðurinn við þessa köku er um 3500 kr. og ég þurfti að kalla út bakara til þess að redda fyrir mig möndlumassa sem ég fékk hvergi, (en þetta heitir víst líka Kransamarsipan sem fæst í Nóatúni).

En svo hófst baksturin, botninn tókst vel, kremið líka. En þegar kom að súkkulaðihjúpnum þá fór þetta að klikka. Hjúpurinn samanstendur af 300 gr. af súkkulaði sem er brytjað smátt, og síðan hitar maður 2 dl af rjóma að suðu og hellir í mjórri bunu í súkkulaðið sem maður hrærir í út frá miðju þangað til að það verður glansandi og fínt, frekar borðleggjandi eða hvað. EN NEI ÞETTA ER EKKI EINFALT! Súkkulaðið bráðnaði ekki alveg og það varð ekki glansandi og mér var skapi næst að henda kökunni í framan í Jóa Fel og co.

En hey hvernig væri það að allir sem lesa þessa færslu kommenti, þarf ekki að vera annað en að setja nafnið sitt svo maður viti hverjir það eru sem nenna að lesa þessi ósköp


Leiðinlegast í heimi...

... er að taka til í herberginu sínu.

Það hafði staðið lengi til að kaupa kommóðu og taka til í herberginu, þegar ég meina taka til, þá er ég að tala um að taka í gegn skápinn minn, skrifborðið mitt sem þurfti að tæma og koma út í bílskúr þar sem það er ekki pláss fyrir það þegar kommóðan er komin inn. Svo þurfti að hreynsa veggina mína af drasli sem ég hef hengt upp yfir 15 ára tímabil, t.d. hékk eitthvað papparmasa verk gert úr mjólkurfernu sem ég gerði í fyrsta bekk upp á vegg, sem átti að vera tígrisdýr minnir mig allavega. S

Ég þreif einnig veggina, gólfið, gluggakistuna og bara allt sem var inn í herbergi, svo var ég með fötu fulla af sápuvatni sem ég notaði í að þrífa, sem hvolfdist þegar ég var að færa rúmmið mitt og rakst ég í hana og fyllti herbergið af vatni sem tók svona korter að þurrka upp.

En jæja allt í allt þá var ég sirka 6 KLUKKUTÍMA að þessu og núna er þetta bara orðið helvíti flott. Það vanntar bara að kaupa einhverja hillu til þess að hengja á vegg þar sem draslið úr skrifborðinu vanntar samastað.

Svei mér þá, ég held bara að leiðindin við að lesa þetta blogg jafnist næstum á við þessa tiltekt

 


vú pa

Held að það sé alveg greinilegt hver það er sem klæðist buxunum í þessu sambandi, Kellinguna langar að meika það í Hollywood og Beckham hlýðir eins og hundur.

En mér finnst samt skiljanlegt að hann vilji hætta hjá Real þar sem hann fær ekkert að spila. Spurning hvort það væri ekki ráðlegast að leggja skóna á hilluna frekar.


mbl.is Beckham leitaði ráða hjá Tom Cruise
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýru draumur

Vá ég verð bara að segja frá draumnum mínum í nótt. Í gærkvöldi áður en ég sofnaði þá var ég búinn að ákveða að fara á þessa BT útrýmingarsölu, svo auðvitað dreymdi ég það.

Draumurinn byrjaði þannig að ég stóð í geðveikum troðningi fyrir utan BT (sem var einhver þriggjahæða bygging) en allavega, þá kemur einhver gaur sem reynir að ryðjast í gegnum alla, og var að hrinda öllum, þegar hann hrinti mér þá svaraði ég fyrir mig og hrinti honum á móti og svo náði hann að hlaupa inn Sideways.

Eftir mikið vesen þá komst ég inn en þá var verslunin bara eins og einhver lítil skítug íbúð, þar sem það eina sem hægt var að kaupa var X-men 3 og einhverskonar pylsupönnu sem ég get ekki alveg útskýrt hvernig virkar og það sátu sumir og spiluðu tölvuleiki og aðrir voru að steikja sér pylsur úr pönnunni  Shocking ... svo man ég ekki meira.

Svo þegar klukkan hringdi klukkan 9 þá nennti ég bara ekki á fætur. Svo þegar klukkan var orðinn hálf ellefu þá dreif ég mig út í BT, en mér fannst tilboðin ekkert spennandi svo ég fór bara aftur út, spurning hvort mig hafi dreymt fyrir þessu!FootinMouth


Teknir...

...í r#$&gatið, tek það fram að ég held ekki með Arsenal en miðað við það byrjunarlið sem þeir tefldu fram, sem var nær einungis varaliðsmenn þá getur maður ekki annað en samglaðst áhangendum Arsenals!


mbl.is Ótrúlegur sigur Arsenal á Anfield
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jeje

ég er kominn með tónlistarspilara, bara góð lög á honum

p.s. ég er að herma eftir Gumma Kalla


Næsta síða »

Tónlistarspilari

Band of Horses - The Funeral

Höfundur

mojo-jojo
mojo-jojo
Ég er svarthvítur með hatt og sést bara á hlið

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Verklegumyndirnarmínar063[1]
  • hilton
  • 300706 146_bl
  • 300706 146_bl
  • 300706 146_bl

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband