Ákvað...

...að henda inn einu bloggi þar sem ég er í fríi og hef nákvæmlega ekkert að gera. Var samt ekkert smá duglegur í morgunn, fyllti út greiðslumat hjá íbúðarlánasjóði sem eftir heldur miklar hliðranir og loforð um að selja bæði minn bíl og bróður míns þá ættum við bræðurnir að geta keypt íbúð fyrir ca. 18 millur, en það verður hægara sagt en gert að fá þetta í gegn í íbúðarlánasjóði, þar sem ég bætti einnig inní auka 30 þús kr. í tekjur sem Kalli ætlar að borga en hann ætlar að leigja hjá okkur. Svo sagði ég upp leigunni á íbúðinni minni í dag en það þurfti að gerast fyrir mánaðarmót þar sem það er 3 mánaða uppsagnafrestur á leigunni.

Annars er lítið í fréttum, ég er ekki lengur með hálsbólgu, gott að vera laus við það, ég er alltof latur við að gera þessar jafnvægisæfingar sem ég á að gera fyrir ökklana á mér, ég er að reyna að skipuleggja einhvern hitting á gamla Rauða Hús staffið, maður hefur ekki hitt suma í bráðum 3 mánuði, alltof langt síðan.

...svo er lokaþáttur með Heroes í USA í kvöld, ætla að horfa á hann á morgunn, get ekki beðið.

Ekkert fleira að sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Josiha

Það verður Heroes partý hjá okkur Gumma bró á morgun. Kemurðu ekki? Það verður mega stuð!

Josiha, 21.5.2007 kl. 23:01

2 Smámynd: mojo-jojo

nei, ég verða að vinna á morgunn og hinn

mojo-jojo, 22.5.2007 kl. 00:52

3 Smámynd: Josiha

Þú getur alveg brunað á Selfoss eftir vinnu

Josiha, 22.5.2007 kl. 01:10

4 identicon

Bíddu bíddu...nú missti ég aðeins úr...segja upp leigunni....og hvað svo....gista á götunni í haust....hvað er aðg erst sem ég veit ekki um?? ..ja örugglega margt...þar sem ég veit ekkert hvað er að gerast hjá ykkur bræðrum.....

Mæja (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 19:55

5 Smámynd: mojo-jojo

Jóhanna: þetta á líklega að vera djók, þar sem ég var að koma úr vinnunni og á að mæta kl: 9 aftur á morgunn.

Mæja: Tja ég sá það strax að ég gæti ekki ráðið við þessa leigu sem ég er að borga núna, og ef ég stenst ekki þetta greiðslumat þá hlýt ég að geta fengið ódýrari íbúð, er alveg til í að sæta mig við eitthvað minna.

mojo-jojo, 22.5.2007 kl. 23:01

6 Smámynd: Guðmundur Marteinn Hannesson

hum... e-ð minna? Ef ég er að fara að kaupa einhverja íbúð. þarf hún að hafa 3 svefnherbergi og stofu, sem sagt 4 herbergja íbúð.

Guðmundur Marteinn Hannesson, 24.5.2007 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Tónlistarspilari

Band of Horses - The Funeral

Höfundur

mojo-jojo
mojo-jojo
Ég er svarthvítur með hatt og sést bara á hlið

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Verklegumyndirnarmínar063[1]
  • hilton
  • 300706 146_bl
  • 300706 146_bl
  • 300706 146_bl

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 380

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband